Efnahagsmál - 

02. desember 2008

Bregðast verður skjótt við vanda atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Bregðast verður skjótt við vanda atvinnulífsins

Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við fréttastofu RÚV að sér lítist vel á aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar til handa fyrirtækjum og segir að hann sé skynsamlegur. Það skipti þó miklu að útfærsla þeirra hugmynda sem settar hafi verið fram taki ekki of langan tíma. Í stórum dráttum sé verið að stíga þarna skynsamleg skref.

Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við fréttastofu RÚV að sér lítist vel á aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar til handa fyrirtækjum og segir að hann sé skynsamlegur. Það skipti þó miklu að útfærsla þeirra hugmynda sem settar hafi verið fram taki ekki of langan tíma. Í stórum dráttum sé verið að stíga þarna skynsamleg skref.

Þór segir boðaðar aðgerðir ríkisins skipta miklu máli fyrir atvinnulífið en mikilvægt sé að útfærsla þeirra taki sem stystan tíma. Bankarnir þurfi að komast á almennilegt skrið, Endurreisnarsjóður atvinnulífsins að komast á laggirnar og það þurfi að vinna í því strax að erlendir kröfuhafar eignist hluti í bönkunum. Jafnframt þurfi að breyta hlutafélagalögum og gjaldþrotalögum með hliðsjón af því hversu mörg fyrirtæki séu tæknilega gjaldþrota. Allt skipti þetta máli til skemmri og lengri tíma.

Sjá nánar:

Smellið hér til að hlusta á frétt RÚV - Útvarps

Einnig var rætt við Þór í kvöldfréttum RÚV - Sjónvarps

Aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja kynntar

Samtök atvinnulífsins