Efnahagsmál - 

11. janúar 2012

Bréf SA til forsætisráðherra: Staða mála vegna opnunarákvæða kjarasamninga

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Bréf SA til forsætisráðherra: Staða mála vegna opnunarákvæða kjarasamninga

Samtök atvinnulífsins fjalla nú um stöðu mála vegna opnunarákvæða kjarasamninga frá 5. maí 2011 þar sem taka þarf ákvörðun um hvort samningarnir haldi gildi sínu í síðasta lagi 20. janúar nk. Ef samningunum verður sagt upp eru þeir lausir frá 1. febrúar. Meðal umfjöllunarefna er hvernig yfirlýsing ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamningana hefur gengið eftir. Í bréfi Samtaka atvinnulífsins sem sent var í dag til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, er fjallað ítarlega um framgang einstakra mála eins og þau koma fram í yfirlýsingunni og forsendur samninganna.

Samtök atvinnulífsins fjalla nú um stöðu mála vegna opnunarákvæða kjarasamninga frá 5. maí 2011 þar sem taka þarf ákvörðun um hvort samningarnir haldi gildi sínu í síðasta lagi 20. janúar nk. Ef samningunum verður sagt upp eru þeir lausir frá 1. febrúar. Meðal umfjöllunarefna er hvernig yfirlýsing ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamningana hefur gengið eftir. Í bréfi Samtaka atvinnulífsins sem sent var í dag  til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, er fjallað ítarlega um framgang einstakra mála eins og þau koma fram í yfirlýsingunni og forsendur samninganna.

Fjölmörg áform ríkisstjórnarinnar hafa ekki náð fram að ganga. Af 36 atriðum sem talin eru upp hafa 24 ekki verið efnd, eða í tveimur þriðju tilvika, í 7 atriðum hafa mál gengið eftir eins og um var talað en í 5 atriðum eru mál enn í gangi og gæti hugsanlega lokið farsællega. Afdrifaríkast er að fjárfestingar í atvinnulífi og opinberar framkvæmdir hafa ekki aukist eins og lagt var upp með.

Samstarf ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins er afar mikilvægt til þess að stuðla að farsælum framgangi efnahags- og atvinnumála. Því miður hefur ríkisstjórnin ekki tekið þetta samstarf alvarlega svo sem bæði má merkja af vanefndum á Stöðugleikasáttmálanum frá júní 2009 og yfirlýsingu vegna samninganna 5. maí sl.

Samtök atvinnulífsins telja tilgangslaust að óska eftir endurnýjuðum loforðum ríkisstjórnarinnar vegna mála sem ekki hafa gengið fram í samræmi við yfirlýsingu hennar. Nú verða það aðeins verkin sem tala.

Sjá nánar:

Bréf Samtaka atvinnulífsins til forsætisráðherra, 11. janúar 2011 (PDF)

Tafla yfir framgang mála - tafla (JPG)

Tengt efni:

Umfjöllun fréttastofu RÚV - smelltu til að hlusta

Umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2 - smelltu til að horfa

Samtök atvinnulífsins