Efnahagsmál - 

05. nóvember 2008

Bréf framkvæmdastjóra SI í The Times

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Bréf framkvæmdastjóra SI í The Times

Vefútgáfa breska blaðsins The Times hefur birt bréf frá Jóni Steindóri Valdimarssyni, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Bréfið er ritað vegna greinar Bjarkar Guðmundsdóttur söngkonu sem birtist í blaðinu 28. október. Jón Steindór segir nokkurs misskilnings gæta í grein Bjarkar sem rétt sé að leiðrétta, t.d. upplýsingar um orkunýtingu, mat á umhverfisáhrifum og álframleiðslu. Jón Steindór er þó sammála Björk um að styðja eigi við íslenskt hugvit og umhverfisvæn nýsköpunar- og sprotafyrirtæki sem ekki hafi fengið nægilegan stuðning hingað til.

Vefútgáfa breska blaðsins The Times hefur birt bréf frá Jóni Steindóri Valdimarssyni, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Bréfið er ritað vegna greinar Bjarkar Guðmundsdóttur söngkonu sem birtist í blaðinu 28. október. Jón Steindór segir nokkurs misskilnings gæta í grein Bjarkar sem rétt sé að leiðrétta, t.d. upplýsingar um orkunýtingu, mat á umhverfisáhrifum og álframleiðslu. Jón Steindór er þó sammála Björk um að styðja eigi við íslenskt hugvit og umhverfisvæn nýsköpunar- og sprotafyrirtæki sem ekki hafi fengið nægilegan stuðning hingað til.

Jón Steindór bendir í bréfi sínu á að Íslendingar hafi meira en hálfrar aldar reynslu af notkun endurnýjanlegrar orku og skynsamlegt sé að nýta hana áfram eins og unnið sé að. Hlutfall endurnýjanlegra orku af heildarorkunotkun Íslendinga sé um 80% en ESB hafi til samanburðar sett sér þau markmið að ná 20% hlutfalli endurnýjanlegra orkugjafa fyrir árið 2020. Álframleiðsla á Íslandi  sé umhverfisvænni en víðast hvar í heiminum vegna þessara orkugjafa.

Varðandi mat á umhverfisáhrifum bendir Jón Steindór á að allar meiriháttar framkvæmdir á Íslandi hafi farið í umhverfismat frá árinu 1993 þegar Alþingi samþykkti lög um umhverfismat. Ekki standi til að sveigja frá þeim lögum í ljósi stöðu efnahagsmála. Áliðnaður sé mikilvægur fyrir íslenskt samfélag en í greininni starfi yfir 1.500 manns sem tryggi Íslendingum miklar tekjur. Fyrir hverja krónu sem skapist verði 30-40% eftir í landinu í formi launa, skatta og orkukaupa ásamt kaupum á vörum og þjónustu. Álframleiðsla hindri ekki framgang nýsköpunar- og sportafyrirtækja sem vissulega þurfi að efla og styrkja.

Sjá nánar:

Umfjöllun á vef SI

Bréf Jóns Steindórs í The Times sem birt var í styttri útgáfu

Bréfið í heild sinni má nálgast á vef SI (PDF)

Samtök atvinnulífsins