Samkeppnishæfni - 

30. september 2004

Borgin beitir sér ekki vegna útboðs Sorpu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Borgin beitir sér ekki vegna útboðs Sorpu

Samtök atvinnulífsins hafa fagnað samþykkt borgarráðs á tillögu borgarstjóra þess efnis að mótuð verði tillaga að sölu hluts Reykjavíkurborgar í Vélamiðstöð ehf. og Malbikunar-stöðinni Höfða hf. Í nýlegu bréfi SA var því hins vegar jafnframt beint til borgarstjóra að hann beitti sér fyrir endurskoðun á aðkomu Vélamiðstöðvarinnar að nýlegu útboði Sorpu, en tillaga minnihluta borgarráðs þess efnis var felld á fundi ráðsins 16. september sl.

Samtök atvinnulífsins hafa fagnað samþykkt borgarráðs á tillögu borgarstjóra þess efnis að mótuð verði tillaga að sölu hluts Reykjavíkurborgar í Vélamiðstöð ehf. og Malbikunar-stöðinni Höfða hf. Í nýlegu bréfi SA var því hins vegar jafnframt beint til borgarstjóra að hann beitti sér fyrir endurskoðun á aðkomu Vélamiðstöðvarinnar að nýlegu útboði Sorpu, en tillaga minnihluta borgarráðs þess efnis var felld á fundi ráðsins 16. september sl.

Í bréfi borgarstjóra til SA kemur fram að umræða um hugsanlega sölu Vélamiðstöðvar ehf. hafi staðið um hríð en jafnframt því að standa vörð um almennar sanngirnisreglur og hagsmuni Reykjavíkurborgar sem kaupanda þjónustu á markaði, hljóti borgaryfirvöld að gæta hagsmuna Reykvíkinga sem helstu eigenda Vélamiðstöðvarinnar ehf. Meðan á þeim breytingum standi, að fyrirtækið sé á leið úr almannaeigu og sífellt fleiri verkefni þess séu boðin út á almennum markaði, sé það jafnframt afstaða borgaryfirvalda að ekki sé rétt að taka framfyrir hendur stjórnar fyrirtækisins og hugsanlega rýra þar með verðmæti þess.

Sjá svarbréf borgarstjóra til SA.

Sjá bréf SA til borgarstjóra.

Samtök atvinnulífsins