Fréttir - 

30. Apríl 2018

BÖKK belti ungir frumkvöðlar ársins

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

BÖKK belti ungir frumkvöðlar ársins

Fyrirtækið BÖKK belti, sem er í eigu nemenda við Verzlunarskóla Íslands, var valið fyrirtæki ársins í samkeppni Ungra frumkvöðla, Junior Achievement á Íslandi. Mun BÖKK belti keppa fyrir hönd Íslands, í evrópukeppni Ungra frumkvöðla, sem fram fer í Belgrad í Serbíu í júlí.

Fyrirtækið BÖKK belti, sem er í eigu nemenda við Verzlunarskóla Íslands, var valið fyrirtæki ársins í samkeppni Ungra frumkvöðla, Junior Achievement á Íslandi. Mun BÖKK belti keppa fyrir hönd Íslands, í evrópukeppni Ungra frumkvöðla, sem fram fer í Belgrad í Serbíu í júlí.

BÖKK Belti hannar, framleiðir og selur nýtískuleg og framandi belti. Sylgjan er svipuð þeim sem eru á flugvélasætisbeltum, en ólin er gerð úr samskonar efni og notað er í sætisbelti í bíla. Tuttugu fyrirtæki voru valin úr hópi 120 til að taka þátt í lokahófi og úrslitum Ungra frumkvöðla í ár.

Með fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla er frumkvöðlastarf kynnt fyrir framhaldsskólanemum með það að markmiði að efla frumkvöðlaanda meðal ungmenna og þjálfa frumkvöðla framtíðarinnar.

Í ár tóku 560 nemenda í 13 framhaldsskólum þátt og er útlit fyrir að fjöldinn verði enn meiri á næstu árum. Markmiðið er að gefa sem flestum íslenskum nemendum færi á að kynnast frumkvöðlastarfi af eigin raun í námi sínu. Aðalstyrktaraðilar Ungra frumkvöðla eru Samtök atvinnulífsins, Arion banki, Eimskip og Landsvirkjun.

 

Samtök atvinnulífsins