30. Maí 2022

BIAC í sextíu ár

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

BIAC í sextíu ár

BIAC, Business at OECD, ráðgjafanefnd atvinnulífsins við OECD, fagnar um þessar mundir 60 ára afmæli. Samtök atvinnulífsins eru aðili að BIAC og á fastafulltrúa í nefndinni, Heiðrúnu Björk Gísladóttur lögfræðing.

Það var árið 1962 sem BIAC hóf vegferð sína sem opinber rödd atvinnulífsins innan raða OECD. Í sex áratugi hefur nefndin því haft áhrif á stefnumótun og málefni atvinnulífsins í gegnum 55 aðildarsamtök bæði í OECD löndum sem utan þess.

Tilgangur BIAC er að lítil sem stór fyrirtæki fái sæti við borðið þegar kemur að umræðu um málefni atvinnulífsins og að baki BIAC eru raunar um sjö milljón fyrirtæki í gegnum aðild sína að samtökum á borð við Samtök atvinnulífsins.

Í tilefni af afmælinu hefur verið gefinn út glæsilegur bæklingur sem fer yfir sögu nefndarinnar.

Samtök atvinnulífsins