Fréttir - 

23. janúar 2020

Betri heimur byrjar heima: Landsvirkjun

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Betri heimur byrjar heima: Landsvirkjun

Fundaröðin Atvinnulíf og umhverfi hélt áfram í dag fimmtudaginn 23. janúar í Húsi atvinnulífsins. Fjallað var um innra kolefnisverð á tímum loftslagsbreytinga.

Fundaröðin Atvinnulíf og umhverfi hélt áfram í dag fimmtudaginn 23. janúar í Húsi atvinnulífsins. Fjallað var um innra kolefnisverð á tímum loftslagsbreytinga.

Jóna Bjarnadóttir, forstöðumaður umhverfis og auðlinda hjá Landsvirkjun og Daði Sverrisson, verkefnastjóri innra kolefnisverðs Landsvirkjunar, brutu málið til mergjar en fyrirlestur þeirra var sendur út í beinni útsendingu frá Húsi atvinnulífsins.

Boðið verður upp á fjölmarga snarpa fundi til næsta vors þar sem sagðar verða hvetjandi sögur af umhverfismálum fjölbreyttra fyrirtækja. Betri heimur byrjar heima  er yfirskrift fundaraðarinnar 2019-2020.

Næsti fundur verður fimmtudaginn 20. febrúar en þá mun Sigga Heimis hönnuður fjalla um hönnun og sjálfbærni.

Samtök atvinnulífsins