Efnahagsmál - 

19. apríl 2011

Best fyrir þjóðina að fara atvinnuleiðina

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Best fyrir þjóðina að fara atvinnuleiðina

Samtök atvinnulífsins telja það besta kost landsmanna að atvinnuleiðin verði farin út úr kreppunni. Í atvinnuleiðinni felst að gerðir verði kjarasamningar til þriggja ára, fyrirtæki stór og smá hefji að fjárfesta á ný af krafti, störfum fjölgi, atvinnuleysi minnki og tekjur fólks, fyrirtækja og ríkisins aukist. SA telja löngu tímabært að bregðast við. 15 þúsund eru án vinnu, þriðja hvert heimili hefur orðið fyrir barðinu á atvinnuleysi frá hruni, langtímaatvinnuleysi hefur fjórfaldast milli ára og þúsundir hafa flúið land. Þetta þarf ekki að vera svona.

Samtök atvinnulífsins telja það besta kost landsmanna að atvinnuleiðin verði farin út úr kreppunni. Í atvinnuleiðinni felst að gerðir verði kjarasamningar til þriggja ára, fyrirtæki stór og smá hefji að fjárfesta á ný af krafti, störfum fjölgi, atvinnuleysi minnki og tekjur fólks, fyrirtækja og ríkisins aukist. SA telja löngu tímabært að bregðast við. 15 þúsund eru án vinnu, þriðja hvert heimili hefur orðið fyrir barðinu á atvinnuleysi frá hruni, langtímaatvinnuleysi hefur fjórfaldast milli ára og þúsundir hafa flúið land. Þetta þarf ekki að vera svona.

Í gær lagði SGS fram tilboð um kjarasamning til eins árs en Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir SA ekki lítast vel á að gera samning til svo skamms tíma þar sem það samræmist ekki atvinnuleiðinni.

Vilhjálmur segir að með því að fara atvinnuleiðina sé hægt að snúa við blaðinu og hefja uppbyggingu samfélagsins á ný. Horfa má á kynningu á atvinnuleiðinni hér að neðan.

Rætt var við Vilhjálm Egilsson og Sigurð Bessason, formann Eflingar, í Spegli RÚV í gær. Hlusta má á umfjöllun Spegilsins um stöðu kjaraviðæðna hér að neðan. Hlé er nú á viðræðunum en vonir standa til að þær geti hafist af krafti á ný eftir páska en forsenda þess að hægt verði að semja til þriggja ára er að ríkið komi að samningaborðinu.

Tengt efni:

Skoðaðu atvinnuleiðina

Umfjöllun um stöðu kjarasamninga í Spegli RÚV 18. apríl 2011

Samtök atvinnulífsins