Efnahagsmál - 

04. apríl 2011

Berjast fyrir því að atvinnuleiðin verði farin

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Berjast fyrir því að atvinnuleiðin verði farin

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist spyrja sig hvort menn séu tilbúnir til að gera það sem gera þarf svo hægt sé að fara þá atvinnuleið sem Samtök atvinnulífsins hvetja til að farin verði. "Við höfum miklar áhyggjur af því hvernig mál eru að þróast hér á landi. Við erum að berjast fyrir því að fjárfestingar komist í gang og hægt verði að auka atvinnu. Við erum ekkert að gefast upp við það verkefni því við teljum að það sé sú leið sem eigi að fara," sagði Vilhjálmur í samtali við mbl.is.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist spyrja sig hvort menn séu tilbúnir til að gera það sem gera þarf svo hægt sé að fara þá atvinnuleið sem Samtök atvinnulífsins hvetja til að farin verði.  "Við höfum miklar áhyggjur af því hvernig mál eru að þróast hér á landi. Við erum að berjast fyrir því að fjárfestingar komist í gang og hægt verði að auka atvinnu. Við erum ekkert að gefast upp við það verkefni því við teljum að það sé sú leið sem eigi að fara," sagði Vilhjálmur í samtali við mbl.is.

Í umfjöllun mbl.is segir ennfremur:

Þegar hann var spurður hvort það væri andstaða við þessa leið sagðist hann spyrja sig hvort menn væru "tilbúnir að gera það sem gera þarf."

Vilhjálmur sagði að það sem Samtök atvinnulífsins hefðu lagt mesta áherslu á væri auknar fjárfestingar, lækkun tryggingagjald, skattamál, gjaldeyrishöft, lífeyrismál, fyrirkomulag atvinnuleysistrygginga, nýsköpun og átak í menntamálum og ferðaþjónustu.

"Markmiðið er að fjárfestingarnar verði árið 2013 a.m.k. 21% af landsframleiðslu eða 350-375 milljarðar. Við þurfum á þessu að halda til að byggja upp og endurnýja atvinnulífið og skapa störf. Mikilvægast er að byggja upp samkeppnishæf störf til lengri tíma."

Vilhjálmur sagði að fjárfestingar í orkuiðnaði væru mikilvægar. "En við erum að horfa til fjárfestinga í öllum greinum atvinnulífsins. Þetta byggir á þrennu. Í fyrsta lagi almennum skilyrðum til fjárfestinga og þá erum við að taka um gjaldeyrishöftin, umgjörð fjármagnsmarkaðarins, skattamál og fleira. Í öðru lagi erum við að tala um sjávarútveginn og að hann geti verið eitt af hjólunum undir vagninum. Í þriðja lagi eru við að tala um framkvæmdir í orkumálum. Ef allt þetta væri að ganga með okkur þá hef ég trú á að við værum að komast út úr kreppunni."

Samtök atvinnulífsins