Fréttir - 

18. október 2016

Bein útsending frá stjórnmálaumræðum í Hörpu hefst kl. 15

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Bein útsending frá stjórnmálaumræðum í Hörpu hefst kl. 15

Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands efna til opins umræðufundar um atvinnulífið og stefnu flokkanna fyrir Alþingiskosningarnar 2016 í dag, þriðjudaginn 18. október. Fundurinn fer fram í Norðurljósasal Hörpu kl. 15.-16.30. Aðeins tíu dagar eru til Alþingiskosninga en í dag verður leitað svara við lykilspurningum fyrir næsta kjörtímabil á 90 mínútum.

Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands efna til opins umræðufundar um atvinnulífið og stefnu flokkanna fyrir Alþingiskosningarnar 2016 í dag, þriðjudaginn 18. október. Fundurinn fer fram í Norðurljósasal Hörpu kl. 15.-16.30. Aðeins tíu dagar eru til Alþingiskosninga en í dag verður leitað svara við lykilspurningum fyrir næsta kjörtímabil á 90 mínútum.

  • Hver er besta leiðin til að bæta lífskjör á Íslandi?
  • Hver á að borga kosningaloforðin?
  • Vilja flokkarnir hækka eða lækka skatta?
  • Hvernig er hægt að tryggja lága verðbólgu og lægri vexti á Íslandi?
  • Hvernig má auka kaupmátt fólks og tryggja gott starfsumhverfi fyrirtækja?

Þátt taka fulltrúar stjórmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi eða hafa mælst með yfir 5% fylgi í skoðanakönnunum:

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.
Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og utanríkisráðherra.
Smári McCarthy, frambjóðandi Pírata.
Þorsteinn Víglundsson, frambjóðandi Viðreisnar.

 undefined

Umræðum stýrir Kristján Kristjánsson fréttamaður.

Allir eru velkomnir í Hörpu en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér.

Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu á vefnum.

Samtök atvinnulífsins