Vinnumarkaður - 

13. júní 2008

Barcelona myndi falla ef því væri stjórnað eins og háskóla

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Barcelona myndi falla ef því væri stjórnað eins og háskóla

Knattspyrnuliðið Barcelona sem leikur í efstu deild á Spáni er stjörnum prýtt og er iðulega í baráttu um meistaratitilinn á Spáni og Evrópumeistaratitilinn. Háum fjárhæðum er varið í kaup á leikmönnum og þjálfarar eru reknir umsvifalaust ef þeir skila ekki árangri og lélegir leikmenn seldir. Leikur Barcelona olli vonbrigðum í vetur og því þarf liðið að leita leiða við að bæta árangur sinn fyrir næsta tímabil. Svarið við raunum liðsins er þó ekki að finna í stjórnunaraðferðum opinberra háskóla - því ef þeim væri beitt á Nývangi, heimavelli liðsins, myndi það falla eins og skot niður um deild. Þetta er mat Xavier Sala-i-Martin prófessors í þjóðhagfræði við Columbia háskóla í New York og fyrrverandi forseta Barcelona.

Knattspyrnuliðið Barcelona sem leikur í efstu deild á Spáni er stjörnum prýtt og er iðulega í baráttu um meistaratitilinn á Spáni og Evrópumeistaratitilinn. Háum fjárhæðum er varið í kaup á leikmönnum og þjálfarar eru reknir umsvifalaust ef þeir skila ekki árangri og lélegir leikmenn seldir. Leikur Barcelona olli vonbrigðum í vetur og því þarf liðið að leita leiða við að bæta árangur sinn fyrir næsta tímabil. Svarið við raunum liðsins er þó ekki að finna í stjórnunaraðferðum opinberra háskóla - því ef þeim væri beitt á Nývangi, heimavelli liðsins, myndi það falla eins og skot niður um deild. Þetta er mat Xavier Sala-i-Martin prófessors í þjóðhagfræði við Columbia háskóla í New York og fyrrverandi forseta Barcelona.

Eiður SmáriXavier Sala-i-Martin hélt á dögunum erindi á vegum hagfræðideildar HÍ um samkeppnishæfni þjóða. Þar sem Xavier er eldheitur áhugamaður um knattspyrnu kom fótbolti til tals en Xavier gegndi embætti forseta Barcelona sumarið 2006 og keypti þá m.a. Eið Smára til liðsins. Xavier gegnir raunar embætti forseta liðsins í aðdraganda forsetakosninga hjá Barcelona og mun gera það væntanlega einnig í sumar.

RonoaldinhoÍ erindi sínu í Háskóla Íslands sagði hann forvitnilegt að velta því fyrir sér hvernig knattspyrnulið eins og Barcelona myndi virka ef því væri stjórnað eins og opinberum háskóla og öfugt. Allir leikmenn fengju að spila reglulega óháð frammistöðu, þeir fengju að kjósa um hver fengi að stjórna liðinu og væru allir á sömu launum. Þessum vangaveltum var fljótsvarað af hálfu Xaviers, liðið myndi falla eins og skot og ítrekaði hann að það væri ekki að ástæðulausu að Ronaldinho - einn besti leikmaður heims liðinna ára í knattspyrnu - væri með 12 sinnum hærri mánaðarlaun en félagar hans í liðinu.

Xavier sagði út frá þessu að háskólasamfélaginu veitti ekki af að innleiða meiri samkeppni inn í sinn akademíska heim, laða til sín góða kennara og borga eftir frammistöðu í stað þess að einblína á að allir séu jafnir óháð vinnuframlagi. Féllu þessi ummæli í samhengi við skýringar Xaviers á skilvirkni á vinnumarkaði sem mikilvægum þætti í samkeppnishæfni. Meðal þeirra þátta sem þar falla undir er möguleiki vinnuveitanda á að geta umbunað starfsmönnum eftir frammistöðu og hæfni (e. meritocracy), en óhóflegar kröfur um jöfnuð geta leitt til ófarnaðar.

 FC Barcelona 

Knattspyrnulið Barcelona þarf ekki á stjórnunaraðferðum háskóla að halda.

Samtök atvinnulífsins