Efnahagsmál - 

25. Maí 2009

Bankarnir geri upp í erlendum gjaldmiðli

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Bankarnir geri upp í erlendum gjaldmiðli

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir skynsamlegra að bankarnir geri reikninga sína upp í evrum eða öðrum erlendum gjaldmiðli en að erlendum lánum viðskiptavina bankanna sé breytt í íslenskar krónur eins og viðskiptaráðherra hefur lagt til. Reikna megi með því að greiðslubyrði af venjulegu erlendu láni yrði fjórfalt hærri nú ef það væri fært yfir í krónur miðað við stöðuna fyrir ári. Þetta kom fram í fréttum RÚV.

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir skynsamlegra að bankarnir geri reikninga sína upp í evrum eða öðrum erlendum gjaldmiðli en að erlendum lánum viðskiptavina bankanna sé breytt í íslenskar krónur eins og viðskiptaráðherra hefur lagt til. Reikna megi með því að greiðslubyrði af venjulegu erlendu láni yrði fjórfalt hærri nú ef það væri fært yfir í krónur miðað við stöðuna fyrir ári. Þetta kom fram í fréttum RÚV.

Í umfjöllun RÚV er vísað til orða Gylfa Magnússonar, viðskiptaráðherra, sem sagði að ráða yrði bót á greiðsluvanda bankanna. Miklar eignir þeirra í lágvaxta myntum gæfu ekki af sér nægilegar tekjur til að greiða af skuldum þeirra í íslenskum krónum sem bæru háa vexti. Hann lagði til að erlendum lánum yrði myntbreytt í íslenskar krónur.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að verði sú leið farin sem Gylfi nefni þurfi að lækka höfuðstól lánanna mjög mikið. Skynsamlegra væri að bankarnir færi reikninga sína í evrum eða erlendum gjaldmiðli. "Þá þarf ekki að breyta lánunum en hins vegar myndi þurfa að gengistryggja innstæður. Aðalmálið er að bjarga sem mestum verðmætum fyrir samfélagið í heild," sagði Vilhjálmur.

Vilhjálmur hefur trú á því að það kæmi betur út fyrir samfélagið, bankana, lánveitendur og innstæðueigendur ef bankarnir færðu reikningana í evrum og innstæðurnar yrðu einnig fluttar yfir í evrur.

Sjá nánar:

Smellið hér til að hlusta á frétt RÚV 22. maí 2009 

Smellið hér til að horfa á frétt RÚV 22. maí 2009 

Samtök atvinnulífsins