Efnahagsmál - 

04. Mars 2009

Bankar hafi samkeppnismál til hliðsjónar við sölu fyrirtækja

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Bankar hafi samkeppnismál til hliðsjónar við sölu fyrirtækja

Sala Íslandsbanka á Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, gæti verið fordæmi fyrir sölu ríkisbankanna á öðrum fyrirtækjum, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við Fréttablaðið í dag. Fleiri fyrirtæki geti lent í sambærilegri stöðu og jafnvel geti komið upp sú staða að engir kaupendur fáist að félögunum. Þá geti bankarnir þurft að afskrifa skuldir og fá í staðinn hlutafé.

Sala Íslandsbanka á Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, gæti verið fordæmi fyrir sölu ríkisbankanna á öðrum fyrirtækjum, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við Fréttablaðið í dag. Fleiri fyrirtæki geti lent í sambærilegri stöðu og jafnvel geti komið upp sú staða að engir kaupendur fáist að félögunum. Þá geti bankarnir þurft að afskrifa skuldir og fá í staðinn hlutafé.

"Það sem skiptir máli er að menn skoði hvað reksturinn þolir, ef sjóðsstreymi er jákvætt er ekki ástæða til að stöðva reksturinn," segir Vilhjálmur. Hann segir að skoða verði sölu fyrirtækja með samkeppnismál í huga, til dæmis til að eitt fyrirtæki komist ekki í einokunarstöðu á markaði.

Samtök atvinnulífsins