Vinnumarkaður - 

04. september 2003

Bætt réttaröryggi fólks og fyrirtækja

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Bætt réttaröryggi fólks og fyrirtækja

Í álitsgerð danskrar réttaröryggisnefndar er m.a. lagt til að settar verði samræmdar framkvæmdarreglur fyrir þær stjórnvaldsstofnanir sem einhverra hluta vegna telja sig þurfa að sækja gögn inn á heimili eða í fyrirtæki. Nefndin var sett var á laggirnar á síðasta ári til þess að gera tillögur um lagabreytingar til eflingar á réttaröryggi í landinu. Jafnframt leggur nefndin til að settar verði skýrar og samræmdar reglur um réttarstöðu lögaðila og einstaklinga sem sæta rannsókn opinberra aðila, sem hugsanlegt er að leiði til sekta eða annarra refsinga.

Í álitsgerð danskrar réttaröryggisnefndar er m.a. lagt til að settar verði samræmdar framkvæmdarreglur fyrir þær stjórnvaldsstofnanir sem einhverra hluta vegna telja sig þurfa að sækja gögn inn á heimili eða í fyrirtæki. Nefndin var sett var á laggirnar á síðasta ári til þess að gera tillögur um lagabreytingar til eflingar á réttaröryggi í landinu. Jafnframt leggur nefndin til að settar verði skýrar og samræmdar reglur um réttarstöðu lögaðila og einstaklinga sem sæta rannsókn opinberra aðila, sem hugsanlegt er að leiði til sekta eða annarra refsinga.

Tryggja skýra réttarstöðu og sanngjarna málsmeðferð
Danski dómsmálaráðherrann, Lene Espersen, hyggst leggja fram frumvarp til laga á grundvelli álitsgerðar nefndarinnar. Hún segir dönsku ríkisstjórnina vilja tryggja fólki og fyrirtækjum að réttarstaða þeirra sé skýr og málsmeðferð sanngjörn, telji opinbert stjórnvald sig þurfa að sækja gögn inn á heimili eða í fyrirtæki, eða krefst upplýsinga. Espersen segir slíkar aðgerðir vissulega geta verið nauðsynlegar, en tryggja verði að skýrar og samræmdar reglur gildi um framkvæmd slíkra aðgerða, sem tryggi réttarstöðu viðkomandi einstaklinga og/eða fyrirtækja.

Sjá nánar á heimasíðu danska dómsmálaráðuneytisins.

Samtök atvinnulífsins