Efnahagsmál - 

10. desember 2002

Auknar tekjur ríkissjóðs af fyrirtækjum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Auknar tekjur ríkissjóðs af fyrirtækjum

Í nýrri tekjuáætlun efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytis fyrir árið 2003 er gert ráð fyrir að tekjuskattur lögaðila muni nema 8.250 m.kr. á árinu, en áætlaðar tekjur ríkissjóðs af þessum sama lið fyrir árið 2002 eru 7.500 m.kr. Í fyrri áætlun fyrir árið 2003 hafði verið gert ráð fyrir 5.250 m.kr. í þessum lið, en í endurskoðaðri tekjuáætlun er talan hækkuð um 3 milljarða króna, m.a. með tilliti til afkomutalna fyrirtækja á 3. ársfjórðungi þessa árs. Þær sýna mjög bætta rekstrarafkomu fyrirtækjanna, sem að verulegu leyti snúa reyndar að fjármagnsliðum og rekja má til hækkunar á gengi krónunnar.

Í nýrri tekjuáætlun efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytis fyrir árið 2003 er gert ráð fyrir að tekjuskattur lögaðila muni nema 8.250 m.kr. á árinu, en áætlaðar tekjur ríkissjóðs af þessum sama lið fyrir árið 2002 eru 7.500 m.kr. Í fyrri áætlun fyrir árið 2003 hafði verið gert ráð fyrir 5.250 m.kr. í þessum lið, en í endurskoðaðri tekjuáætlun er talan hækkuð um 3 milljarða króna, m.a. með tilliti til afkomutalna fyrirtækja á 3. ársfjórðungi þessa árs. Þær sýna mjög bætta rekstrarafkomu fyrirtækjanna, sem að verulegu leyti snúa reyndar að fjármagnsliðum og rekja má til hækkunar á gengi krónunnar.

Hærri tekjur, lægri skattprósenta
Fjármálaráðuneytið reiknar m.ö.o. með hærri tekjum af tekjuskatti fyrirtækja árið 2003 en árið 2002, þrátt fyrir að um áramót taki gildi lækkun skattprósentunnar úr 30% í 18%. Samtök atvinnulífsins hafa lengi haldið því fram að þessi lækkun skatthlutfallsins myndi leiða til stækkunar skattstofnsins og þannig jafnvel til aukinna skatttekna, m.a. í krafti aukins hvata til að skila arði í rekstri. Þessar áætlanir fjármálaráðuneytisins benda til slíkrar þróunar.


Sjá skiptingu tekna ríkissjóðs 2003, svk. nýrri tekjuáætlun efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytis (pdf-skjal).

Samtök atvinnulífsins