Efnahagsmál - 

02. október 2009

Auknar fjárfestingar forsenda bata í efnahagslífinu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Auknar fjárfestingar forsenda bata í efnahagslífinu

Auknar fjárfestingar eru forsenda bata í efnahagslífinu segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu RÚV. Nú skipti miklu máli að fjárfest verði hér á landi og að fjárfestingarnar verði nægilega miklar til að koma okkur út úr kreppunni. Skattabreytingar sem boðaðar séu veiki hins vegar grundvöll frekari fjárfestinga.

Auknar fjárfestingar eru forsenda bata í efnahagslífinu segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu RÚV. Nú skipti miklu máli að fjárfest verði hér á landi og að fjárfestingarnar verði nægilega miklar til að koma okkur út úr kreppunni. Skattabreytingar sem boðaðar séu veiki hins vegar grundvöll frekari fjárfestinga.

Í samtali við Morgunblaðið segir Vilhjálmur að áform ríkisstjórnarinnar um álagningu umverfis-, orku- og auðlindaskatta gangi ekki upp. "Þetta eru tölur og áform sem ég sé ekki að gangi upp á nokkurn hátt."  Í umfjöllun Morgunblaðsins kemur fram að þessi áform gætu þýtt milljarðaskattheimtu til viðbótar af hverju álfyrirtæki fyrir sig en þau eru kaupendur að nærri þremur fjórðu allrar raforku í landinu. Þó á eftir að útfæra hugmyndina endanlega.

"Þessi áform um skattheimtu hljóta að setja stórkostlegt strik í reikninginn fyrir alla uppbyggingu orkufrekrar starfsemi." Vilhjálmur segir ennfremur að skattlagning sem þessi kalli á að öll áform um fjárfestingar í orkufrekri starfsemi verði endurskoðuð og fyrirtæki sem eru að hugsa um slíkt leiti eftir nýjum samningum við orkufyrirtækin um verðlækkanir. Þetta veiki því þegar upp er staðið samkeppnishæfni íslenskrar orkuframleiðslu.

"Ef menn hafa möguleika til að komast út úr samningum munu væntanlegir kaupendur leitast við að láta þessa skattlagningu falla á orkuseljendur. Þessi áform um skattlagningu hljóta að setja stórkostlegt strik í reikninginn fyrir alla uppbyggingu orkufrekrar starfsemi."

Einnig var rætt við Vilhjálm í morgunfréttum RÚV 2. október og í sjónvarpsfréttum RÚV 1. október um nýtt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar.

Smellið hér til að hlusta á frétt RÚV 2. október

Smellið hér til að horfa á frétt RÚV 1. október

Samtök atvinnulífsins