Fréttir - 

10. mars 2015

Aukinn kaupmáttur jafngildir þriggja mánaða matarútgjöldum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Aukinn kaupmáttur jafngildir þriggja mánaða matarútgjöldum

Á rúmlega einu ári hefur kaupmáttur launa aukist umtalsvert og verðbólga hrapað niður í sögulegar lægðir. Þetta er ekki tilviljun því að þessu var stefnt við undirritun kjarasamninga í desember 2013 en árangurinn er framar vonum. Kaupmáttur launa jókst um 5,7% á síðasta ári sem er mesta hækkun á einu ári frá árinu 1998. Ársverðbólga mældist aðeins 0,8% í lok síðasta árs. Með hóflegum launahækkunum og hagstæðum ytri skilyrðum hafa fyrirtæki almennt getað haldið verðlagi stöðugu og því hefur fólk haft úr meiru að spila.

Á rúmlega einu ári hefur kaupmáttur launa aukist umtalsvert og verðbólga hrapað niður í sögulegar lægðir. Þetta er ekki tilviljun því að þessu var stefnt við undirritun kjarasamninga í desember 2013 en árangurinn er framar vonum. Kaupmáttur launa jókst um 5,7% á síðasta ári sem er mesta hækkun á einu ári frá árinu 1998. Ársverðbólga mældist aðeins 0,8% í lok síðasta árs. Með hóflegum launahækkunum og hagstæðum ytri skilyrðum hafa fyrirtæki almennt getað haldið verðlagi stöðugu og því hefur fólk haft úr meiru að spila.

Ávinningur heimilanna af þróun undanfarinna mánaða er mikill. Kaupmáttur einstaklings með meðaltekjur jókst t.d. um 225 þúsund krónur eftir skatt á árinu 2013 eða um 19 þúsund krónur á mánuði. Kaupmáttur hjóna með meðaltekjur jókst um 450 þúsund krónur sem samsvarar rúmlega þriggja mánaða matarútgjöldum meðalheimilis.

Smelltu á myndina til að stækka

Verðtryggingin aftengd

Það skiptir miklu fyrir heimilin að verðbólga sé lítil en þrír fjórðu skulda þeirra eru verðtryggð lán. Fyrir heimili með meðalskuldir, um 20 milljónir króna, er ávinningur  lækkunar verðbólgu árið 2014 miðað við 2013 rúmlega hálf milljón króna. Þó var verðbólgan árið 2013 lítil í sögulegu samhengi en verði haldið áfram á sömu braut má tryggja enn betri árangur. Segja má að búið sé að aftengja verðtrygginguna um þessar mundir. Verði það ástand viðvarandi geta vextir lækkað á Íslandi sem eru allt of háir og íþyngjandi fyrir bæði fyrirtæki og heimili.

Samtök atvinnulífsins