Efnahagsmál - 

21. Maí 2001

Aukin menntun, aukin framleiðsla

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Aukin menntun, aukin framleiðsla

Í erindi sínu á félagsfundi Menntar, föstudaginn 18. maí sl., fjallaði Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, m.a. um hvernig rannsóknir hafa lengi bent til þess að ávinningurinn af menntun sé mikill, bæði fyrir þjóðfélagið og einstaklinginn. Samkvæmt sumum rannsóknum er þannig talið að fjárfesting í menntun geti skilað nálægt 10% arði til hvors þáttar um sig. Í skýrslu OECD frá því í desember 2000 um horfur í efnahagsmálum segir í kafla um forsendu hagvaxtar, að stofnuninni hafi nú tekist að sýna fram á skýrara samband milli menntunar og vaxtar en áður hafi tekist, sennilega vegna betri gagna nú. Í skýrslunni er því haldið fram að langtímaáhrif af einu viðbótarári í menntun séu um 4 til 7% aukning í framleiðslu á mann. Er þá menntun skilgreind sem meðaltalsfjöldi skólaára fólks á aldrinum 15 til 64 ára.

Í erindi sínu á félagsfundi Menntar, föstudaginn 18. maí sl., fjallaði Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, m.a. um hvernig rannsóknir hafa lengi bent til þess að ávinningurinn af menntun sé mikill, bæði fyrir þjóðfélagið og einstaklinginn. Samkvæmt sumum rannsóknum er þannig talið að fjárfesting í menntun geti skilað nálægt 10% arði til hvors þáttar um sig. Í skýrslu OECD frá því í desember 2000 um horfur í efnahagsmálum segir í kafla um forsendu hagvaxtar, að stofnuninni hafi nú tekist að sýna fram á skýrara samband milli menntunar og vaxtar en áður hafi tekist, sennilega vegna betri gagna nú. Í skýrslunni er því haldið fram að langtímaáhrif af einu viðbótarári í menntun séu um 4 til 7% aukning í framleiðslu á mann. Er þá menntun skilgreind sem meðaltalsfjöldi skólaára fólks á aldrinum 15 til 64 ára.

Tekið er fram að þótt þessi tengsl séu mælanleg geti þó aðrar skýringarbreytur komið við sögu, auk þess sem varasamt geti verið að draga of miklar ályktanir af fjölda skólaára, þar sem hann sé ekki nauðsynlega traustur mælikvarði á gæði menntunarinnar.

Samtök atvinnulífsins