Aukin áhersla á samkeppnishæfni ESB-ríkja

Í samræmi við ákvörðun vorfundar leiðtoga ESB  verða fundir  fagráðherra sem fjalla um málefni innri markaðarins, iðnað og rannsóknir og þróun sameinaðir í framtíðinni.  Markmið þessarar sameiningar er annars vegar að fækka ráðherrafundum og hins vegar að tryggja hagvöxt innan ESB og samkeppnishæfni ESB-ríkja út á við.  Leiðtogafundurinn gaf ráðherrunum umboð til víðtæks samráðs við aðra ráðherrafundi um mál sem snerta viðfangsefnið.

UNICE, Evrópusamtök atvinnulífsins, hafa fagnað þessu framtaki og lagt ríka áherslu á að samráðs- og samræmingarhlutverk þessara nýju funda verði virt og þeim gert kleift að vinna að settum markmiðum. Ljóst þykir að framtíð Lissabon-ferilsins svokallaða kemur til með að ráðast að miklu leyti af árangri þessarar tilraunar, en helsta markmið hans er að ESB-ríkin verði samkeppnishæfasta efnahagssvæði veraldar árið 2010.

Sjá nánar á heimasíðu ítalska forsætisins í ESB.