Efnahagsmál - 

04. september 2008

Aukin áhersla á endurhæfingu á norrænum vinnumarkaði

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Aukin áhersla á endurhæfingu á norrænum vinnumarkaði

Á Norðurlöndunum eru 10-15% fólks á vinnualdri utan vinnumarkaðar tímabundið eða til frambúðar vegna heilsufarsvanda. Í öllum ríkjunum er nú reynt að bregðast við með því að stórauka endurhæfingu en útlit er fyrir að fólki muni fækka á norrænum vinnumarkaði á næstu árum og áratugum. Aldurssamsetning þjóðanna er að breytast - fjölmennir árgangar eru að fara á eftirlaun og árgangar fólks sem koma út á vinnumarkaðinn eru fámennari auk þess sem ungt fólk byrjar seinna að vinna en áður. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri sameiginlegri skýrslu samtaka atvinnulífsins á Norðurlöndum um stöðu og horfur á norrænum vinnumarkaði. Ísland stendur vel að vígi í norrænum samanburði en skýrslan var kynnt á árlegum fundi formanna og framkvæmdastjóra samtakanna sem fram fór í Reykjavík.

Á Norðurlöndunum eru 10-15% fólks á vinnualdri utan vinnumarkaðar tímabundið eða til frambúðar vegna heilsufarsvanda. Í öllum ríkjunum er nú reynt að bregðast við með því að stórauka endurhæfingu en útlit er fyrir að fólki muni fækka á norrænum vinnumarkaði á næstu árum og áratugum. Aldurssamsetning þjóðanna er að breytast - fjölmennir árgangar eru að fara á eftirlaun og árgangar fólks sem koma út á vinnumarkaðinn eru fámennari auk þess sem ungt fólk byrjar seinna að vinna en áður. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri sameiginlegri skýrslu samtaka atvinnulífsins á Norðurlöndum um stöðu og horfur á norrænum vinnumarkaði. Ísland stendur vel að vígi í norrænum samanburði en skýrslan var kynnt á árlegum fundi formanna og framkvæmdastjóra samtakanna sem fram fór í Reykjavík.

Norrænn formannafundur í Reykjavík


Formenn og framkvæmdastjórar samtaka atvinnulífsins á Norðurlöndum funduðu í Reykjavík 29. ágúst.

Fjölga þarf vinnandi fólki

Yfirskrift skýrslunnar er A Larger Labour Force In The Nordic Countries en í henni er bent á hvernig styrkja megi norrænan vinnumarkað. Greinargóð mynd er dregin upp af vinnumarkaði Norðurlandanna í heild og eins stöðu einstakra landa. Kastljósinu er beint að því hvernig fjölga megi vinnandi fólki því ljóst er að takist það ekki á næstu áratugum munu lífskjör Norðurlandabúa versna. Í skýrslunni er m.a. fjallað um hvernig ungu fólki gengur að fóta sig á vinnumarkaðnum, fyrirkomulag atvinnuleysistrygginga, flæði starfsfólks milli landa, veikindafjarvistir og örorku, starfslok fólks, eftirlaun og skatta.

Lík en samt ólík

Ungt fólk með góða menntun á greiðasta leið inn á vinnumarkað sem er sveigjanlegur. Menntun ungmenna í Finnlandi er best ef marka má samantekt OECD en á Íslandi og í Danmörku er sveigjanleiki vinnumarkaðarins mestur og atvinnuþátttaka ungs fólks mest.

Atvinnuþátttaka ungs fólks á Norðurlöndunum


Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu

Í skýrslunni kemur fram að markmið atvinnuleysistrygginga á Norðurlöndunum, að tryggja framfærslu þeirra sem missa vinnuna en jafnframt hvetja einstaklinginn til að finna sé starf á ný, virki allvel en síst í Danmörku. Ríkin vinna öll að því að einfalda regluverk til að auðvelda erlendum sérfræðingum að koma til starfa enda þarf atvinnulífið í löndunum á þeim að halda í harðri alþjóðlegri samkeppni.

Lægri skattar - meiri vinna

Atvinnuþátttaka fólks er mest á Íslandi og meðal Íslendinga 60 ára og eldri er hún tvöfalt meiri en í Danmörku. Þetta skýrist m.a. af eftirlaunakerfi Dana sem hvetur fólk til að hætta snemma að vinna. Danir hafa ákveðið að breyta þessu vegna skorts á starfsfólki og hækka eftirlaunaaldurinn auk þess að auka fjárhaglegan ávinning fólks sem ákveður að vinna lengur. Skattheimta er einnig misjöfn milli landanna en lægri skattar hvetja fólk til að vinna meira. Skattaumhverfið er að mörgu leyti hagkvæmt á Íslandi en tekjuskattar og jaðarskattar eru hærri í Danmörku en annars staðar á Norðurlöndunum. Ef heildarmyndin er hins vegar skoðuð eru skattar hæstir í Svíþjóð.

Mismunandi skattbyrði á Norðurlöndunum
Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu

Skýrsluna má nálgast hér að neðan:

A Larger Labour Force In The Nordic Countries (PDF)

Samtök atvinnulífsins