Menntamál - 

02. nóvember 2001

Aukið fjármagn ekki endilega svarið fyrir skólana

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Aukið fjármagn ekki endilega svarið fyrir skólana

Samtök atvinnulífsins í Svíþjóð hafa rannsakað tengsl gæða í skólastarfinu og kostnaðar við hvern nemanda. Niðurstaðan er sú að lítið samband sé milli frammistöðu nemenda og kostnaðar vegna skólanna. Fram kemur að kostnaður sveitarfélaganna af hverjum grunnskólanema sé mjög misjafn, eða á bilinu 37.000 til 76.200 sænskar krónur á ári, en tekið er tillit til þátta á borð við ferðakostnað í dreifbýli og kostnað vegna sérkennslu fyrir innflytjendur þar sem þeir eru flestir. Samkvæmt skýrslunni getur aukið fjármagn vissulega verið forsenda bættra gæða skólastarfsins, en þá þurfi fleira að koma til og að byrjað sé á röngum enda með því að einblýna á útgjaldahliðina. Skýrsluhöfundar mæla m.a. með auknum hvötum til samkeppni milli skólanna, auknu valfrelsi fyrir forráðamenn nemenda, og að skólum verði gert að hafa meðferð fjármuna stöðugt til endurskoðunar.

Samtök atvinnulífsins í Svíþjóð hafa rannsakað tengsl gæða í skólastarfinu og kostnaðar við hvern nemanda. Niðurstaðan er sú að lítið samband sé milli frammistöðu nemenda og kostnaðar vegna skólanna. Fram kemur að kostnaður sveitarfélaganna af hverjum grunnskólanema sé mjög misjafn, eða á bilinu 37.000 til 76.200 sænskar krónur á ári, en tekið er tillit til þátta á borð við ferðakostnað í dreifbýli og kostnað vegna sérkennslu fyrir innflytjendur þar sem þeir eru flestir. Samkvæmt skýrslunni getur aukið fjármagn vissulega verið forsenda bættra gæða skólastarfsins, en þá þurfi fleira að koma til og að byrjað sé á röngum enda með því að einblýna á útgjaldahliðina. Skýrsluhöfundar mæla m.a. með auknum hvötum til samkeppni milli skólanna, auknu valfrelsi fyrir forráðamenn nemenda, og að skólum verði gert að hafa meðferð fjármuna stöðugt til endurskoðunar.

Sjá nánar á vef sænsku samtaka atvinnulífsins.

Samtök atvinnulífsins