Vinnumarkaður - 

26. apríl 2002

Aukið atvinnuleysi, færra ungt fólk á vinnumarkaði

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Aukið atvinnuleysi, færra ungt fólk á vinnumarkaði

Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands er atvinnuleysi nú 3,2% en var 2,1% í apríl 2001. Atvinnuleysið nú jafngildir því að um 5.300 manns séu atvinnulausir.

Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands er atvinnuleysi nú 3,2% en var 2,1% í apríl 2001. Atvinnuleysið nú jafngildir því að um 5.300 manns séu atvinnulausir.

Starfandi fólki fækkar um 1.300 milli ára
Samkvæmt könnuninni hefur starfandi fólki á vinnumarkaði fækkað um 1.300 milli ára. Fækkun starfandi fólks hefur ekki mælst í vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar frá árinu 1993 en þá fækkaði starfandi fólki um 300 á landinu.

Fækkunin bundin við yngsta hópinn
Ef litið er á fjölda starfandi eftir aldri kemur í ljós að fækkun starfandi er bundin við ungmenni á aldrinum 16-24 ára. Í þeim aldurshópi fækkar starfandi fólki um 3.600 milli ára en starfandi fólki fjölgar í öðrum aldurshópum. 25-54 ára fjölgar um 1.400 og 55-74 ára um 1.000. Þetta er athyglisverð þróun í ljósi umræðu um æskudýrkun og að fyrirtæki ráði síður eldra fólk en yngra. Þessar tölur benda til annars.

Sjá vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands.

Samtök atvinnulífsins