Vinnumarkaður - 

15. Nóvember 2002

Aukið atvinnuleysi (2)

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Aukið atvinnuleysi (2)

Í októbermánuði síðastliðnum voru skráðir 76.039 atvinnuleysisdagar á landinu öllu sem jafngilda því að 3.525 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum, skv. skýrslu Vinnumálastofnunar. Þessar tölur jafngilda 2,5% meðaltalsatvinnuleysi. Meðalfjöldi atvinnulausra var um 10,9% meiri í október en í september en u.þ.b. tvöfaldaðist frá október í fyrra.

Í októbermánuði síðastliðnum voru skráðir 76.039 atvinnuleysisdagar á landinu öllu sem jafngilda því að 3.525 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum, skv. skýrslu Vinnumálastofnunar. Þessar tölur jafngilda 2,5% meðaltalsatvinnuleysi. Meðalfjöldi atvinnulausra var um 10,9% meiri í október en í september en u.þ.b. tvöfaldaðist frá október í fyrra.


Atvinnuleysið eykst í nóvember

Atvinnuástandið versnar iðulega í nóvember miðað við október. Undanfarin 10 ár hefur atvinnuleysið aukist að meðaltali um 9,5% frá október til nóvember. Líklegt er að atvinnuleysið í nóvember aukist og verði á bilinu 2,7% til 3,0%, skv. skýrslu Vinnumálastofnunar.

 

Atvinnuleysið eykst alls staðar

Atvinnuleysið er nú alls staðar meira en í október í fyrra og er hlutfallslega mesta aukningin á Suðurnesjum. Atvinnuleysi kvenna eykst um 8,7% frá því í september sl. og atvinnuleysi karla eykst um 13,3%. Atvinnuleysið er mest á Suðurnesjum, 3,1%, og á höfuðborgarsvæðinu, 2,8%, en minnst á Norðurlandi vestra, 0,9%, og á Vestfjörðum, 1,2%. 

 

Færri ný tímabundin atvinnuleyfi
Í október 2002 voru ný tímabundin atvinnuleyfi og atvinnuleyfi á nýjum vinnustöðum alls 72 eða 110 færri en í október 2001. Ný atvinnuleyfi í október 2002 eru 35 færri en í september 2002 en þá voru ný útgefin atvinnuleyfi 60.

 

Sjá nánar á heimasíðu Vinnumálastofnunar.

 

 

Samtök atvinnulífsins