Efnahagsmál - 

12. júní 2008

Auka þarf aðgang að lánsfé

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Auka þarf aðgang að lánsfé

Það er forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar að tryggja aðgang að lánsfé, segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við fréttastofu Útvarps. Stjórnvöld verði að koma í veg fyrir að spár um samdrátt í efnahagslífinu rætist. Það megi gera með mannaflsfrekum framkvæmdum og breytingum hjá Íbúðalánasjóði.

Það er forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar að tryggja aðgang að lánsfé, segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við fréttastofu Útvarps. Stjórnvöld verði að koma í veg fyrir að spár um samdrátt í efnahagslífinu rætist. Það megi gera með mannaflsfrekum framkvæmdum og breytingum hjá Íbúðalánasjóði.

Smellið hér til að hlusta á frétt RÚV

Sjá einnig leiðara Vilhjálms Egilssonar í nýjasta fréttabréfi SA:

"Íslendingar hafa orðið fyrir miklum skelli vegna þróunar mála á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, bæði atvinnulífið og heimilin í landinu. Forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar núna er að gera það sem í hennar valdi stendur til þess að íslensku bankarnir fái eðlilegan aðgang að erlendu lánsfé. Núverandi staða er algjörlega óviðunandi og bitnar harkalega á viðskiptavinum bankanna. Það er mikill misskilningur að aðgerðir til þess að bankarnir geti lánað með venjulegum hætti á nýjan leik séu sérstaklega til þess að bjarga bönkunum. Slíkar aðgerðir eru fyrst og fremst til að bjarga viðskiptavinum bankanna sem mæta nú allt öðrum og verri rekstraraðstæðum en áður."

Smellið hér til að lesa leiðarann í heild

Samtök atvinnulífsins