Atvinnulífið kallar eftir sterkri ríkisstjórn
"Það er verulegt áhyggjuefni að landið skuli vera ríkisstjórnarlaust," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við mbl.is. Atvinnulífið kalli eftir sterkri ríkisstjórn sem geti búið því starfsskilyrði sem hægt sé að vinna við. Brýnt sé að greiða úr þeim bráðavanda sem við sé að glíma og síðan að byggja upp til lengri tíma. Vilhjálmur segir að brýnustu viðfangsefnin felist í lækkun vaxta, afnámi gjaldeyrishafta, nauðsyn á starfhæfum bönkum og ýmsum aðgerðum til að draga úr atvinnuleysi.
Í frétt mbl.is segir ennfremur:
"Það þarf að koma strax ný ríkisstjórn sem er með ákveðna og
skynsama stefnu í þessum málum," segir Vilhjálmur Egilsson. Hann
segir að SA hafi undanfarið átt viðræður við stjórnvöld um þessi
mál og fyrir helgi hafi SA sett fram atvinnustefnu um hvernig
samtökin telja að atvinnulífið muni þróast í bráð og lengd.
Fundir eru haldnir víða um land þessa dagana til að kynna þessa
stefnu. Yfirskrift atvinnustefnu SA er hagsýn, framsýn og áræðin.
Hún er innlegg í umræðu um hvernig hægt er að snúa vörn í sókn. Í
núverandi ástandi verður að bregðast rétt við þegar í stað,
lágmarka skaðann og auðvelda nýja uppbyggingu, segir á heimasíðu
SA.
Sjá einnig:
Viðbrögð Vilhjálms Egilssonar í fréttum RÚV - Sjónvarps
Viðbrögð Vilhjálms, Þórs Sigfússonar, formanns SA og fleiri á Stöð 2
Tengt efni:
Hagsýn, framsýn og áræðin atvinnustefna - janúar 2009 (PDF)
Fundir SA 26. og 27. janúar á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og Reykjanesbæ