Efnahagsmál - 

26. Nóvember 2012

Atvinnulífið hefur staðið við sitt

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Atvinnulífið hefur staðið við sitt

Samkvæmt samningunum hækkuðu almenn laun um 4,25% 1. júní 2011 og um 3,5% 1. febrúar 2012. Samningarnir eru atvinnulífinu mjög dýrir og fela í sér mun meiri launahækkanir en í samkeppnislöndum Íslands. Lykilforsendur samninganna voru að blásið yrði til sóknar í atvinnumálum og umsvifin í efnahagslífinu aukin. Þeir byggðu á þeirri sýn að hagur fólks og fyrirtækja myndi batna með aukinni verðmætasköpun í atvinnulífinu og minna atvinnuleysi. Meginforsendurnar hafa því miður ekki gengið eftir en atvinnulífið hefur engu að síður staðið við sinn hlut samninganna.

Samkvæmt samningunum hækkuðu almenn laun um 4,25% 1. júní 2011 og um 3,5% 1. febrúar 2012. Samningarnir eru atvinnulífinu mjög  dýrir og fela í sér mun meiri launahækkanir en í samkeppnislöndum Íslands. Lykilforsendur samninganna voru að blásið yrði til sóknar í atvinnumálum og umsvifin í efnahagslífinu  aukin. Þeir byggðu á þeirri sýn að hagur fólks og fyrirtækja myndi batna með aukinni verðmætasköpun í atvinnulífinu og minna atvinnuleysi. Meginforsendurnar hafa því miður ekki gengið eftir en atvinnulífið hefur engu að síður staðið við sinn hlut samninganna.

Ljóst var við undirritun kjarasamninganna þann 5. maí 2011 að án uppsveiflu í atvinnulífinu og aukins hagvaxtar væru samningarnir  ávísun á verðbólgu og atvinnuleysi. Það er mikilvægt að stefna að því að ná þeim markmiðum sem aðilar  settu sér við undirritun samninganna, það verður hins vegar ekki gert með því að hækka laun enn frekar og kynda þar með undir verðbólgunni.

Tengt efni:

Af vef SA: Skrifað undir kjarasamninga 5. maí

Samtök atvinnulífsins