Samkeppnishæfni - 

08. nóvember 2013

Atvinnulífið er hluti af lausninni (1)

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Atvinnulífið er hluti af lausninni (1)

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ávarpaði 8. Umhverfisþing í Hörpu í morgun. Hann lagði þar áherslu á sívaxandi hlutverk umhverfismála í rekstri fyrirtækja. Þar ráði mest hagrænir hvatar. Fyrirtækin taki upp formlega umhverfisstjórn og innleiði umhverfismerki sem leiði til betri nýtingar aðfanga og betri afkomu en ella. Einnig leggi viðskiptavinir fyrirtækjanna stöðugt meiri áherslu á umhverfisvænar vörur og þjónustu.

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ávarpaði 8. Umhverfisþing í Hörpu í morgun. Hann lagði þar áherslu á sívaxandi hlutverk umhverfismála í rekstri fyrirtækja. Þar ráði mest hagrænir hvatar. Fyrirtækin taki upp formlega umhverfisstjórn og innleiði umhverfismerki sem leiði til betri nýtingar aðfanga og betri afkomu en ella. Einnig leggi viðskiptavinir fyrirtækjanna stöðugt meiri áherslu á umhverfisvænar vörur og þjónustu.

Íslenskur sjávarútvegur er gott dæmi um ábyrga og sjálfbæra auðlindanýtingu. Þá benti Þorsteinn á að með sífellt aukinni notkun áls í bíla og önnur samgöngutæki takist að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda tífalt á við það sem myndast við álframleiðsluna sjálfa.

Hann sagði mikilvægt við mótun landsskipulagsstefnu að horfa til heildarhagsmuna en ekki hagsmuna einstakra sveitarfélaga. Þetta ætti við um nauðsynleg samgöngumannvirki, fjarskiptakerfi og flutningskerfi raforku. Sama þurfi að gera við mótun stefnu um skipulag hafs og strandsvæða. Þar verði reglur að vera einfaldar og gegnsæjar. Mikilvægt sé að hafa samráð við atvinnulíf um mótun stefnu á þessum sviðum.

"Atvinnulífið er hluti af lausninni," sagði Þorsteinn.

Samtök atvinnulífsins