Vinnumarkaður - 

06. Oktober 2005

Atvinnuleyfi á 3 vikum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Atvinnuleyfi á 3 vikum

Fram til 1. maí 2006 þurfa atvinnurekendur að sækja um dvalar- og atvinnuleyfi fyrir það erlenda starfsfólk sem ráðið er frá Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi, Tékklandi, Slóvakíu, Ungverjalandi og Slóveníu. Fram til þessa hafa umsóknir verið afgreiddar á 3-4 mánuðum en 7. september sl. tók nýtt verklag gildi hjá Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun sem hefur í för með sér að umsóknir eru afgreiddar á 2-3 vikum. Til að stytta afgreiðslutímann hafa stofnanirnar dregið mjög úr skjalakröfum og þarf nú einungis að leggja fram ráðningarsamning, passamynd og afrit af vegabréfi/ferðaskilríkjum með umsókn. Áður en leyfi er veitt þarf þó að bjóða starfið hjá svæðisvinnumiðlun og leita eftir umsögn stéttarfélags. Það er hlutverk Vinnumálastofnunar að leita eftir slíkri umsögn eftir að umsókn um atvinnuleyfi hefur borist stofnuninni.

Fram til 1. maí 2006 þurfa atvinnurekendur að sækja um dvalar- og atvinnuleyfi fyrir það erlenda starfsfólk sem ráðið er frá Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi, Tékklandi, Slóvakíu, Ungverjalandi og Slóveníu. Fram til þessa hafa umsóknir verið afgreiddar á 3-4 mánuðum en 7. september sl. tók nýtt verklag gildi hjá Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun sem hefur í för með sér að umsóknir eru afgreiddar á 2-3 vikum. Til að stytta afgreiðslutímann hafa stofnanirnar dregið mjög úr skjalakröfum og þarf nú einungis að leggja fram ráðningarsamning, passamynd og afrit af vegabréfi/ferðaskilríkjum með umsókn. Áður en leyfi er veitt þarf þó að bjóða starfið hjá svæðisvinnumiðlun og leita eftir umsögn stéttarfélags. Það er hlutverk Vinnumálastofnunar að leita eftir slíkri umsögn eftir að umsókn um atvinnuleyfi hefur borist stofnuninni.

Með breytingum þessum vænta stjórnvöld þess að fyrirtæki ráði frekar erlent starfsfólk beint til sín í stað þess að leita eftir þjónustu starfsmannaleiga. Hafa þau einnig beint því til fyrirtækja að kanna hvort mögulegt sé að þau ráði til sín það starfsfólk sem þegar eru við störf hjá þeim í gegn um starfsmannaleigur.

Sjá nánar vef Vinnumálastofnunar um feril umsókna.

Samtök atvinnulífsins