01. Júní 2022

Áttin - vegvísir að færni

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Áttin - vegvísir að færni

Áttin er verkfæri nokkurra starfsmenntasjóða sem ætlað er að auðvelda fyrirtækjum og félagsmönnum að sækja styrki til fræðslustarfsemi eða náms starfsmanna. Áttin gerir umsóknarferlið einfalt og fljótlegt.

Fyrirtæki greiða iðgjald í starfsmenntasjóði/-setur og geta sótt um styrki til námskeiðahalds fyrir starfsmenn sína eða vegna námskeiða sem starfsmenn sækja. Einnig geta fyrirtæki fengið fræðslustjóra að láni inn í fyrirtækið og styrki til eigin fræðslu.

Við hvetjum félagsmenn okkar til að kynna sér Áttina og nýta þau réttindi sem þeir hugsanlega eiga í starfsmenntasjóðum til að efla fræðslu og nám innan fyrirtækja.

Samtök atvinnulífsins