Vinnumarkaður - 

03. mars 2008

Atkvæðagreiðsla SA um nýja kjarasamninga 3.-7. mars

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Atkvæðagreiðsla SA um nýja kjarasamninga 3.-7. mars

Rafræn atkvæðagreiðsla um nýja kjarasamninga sem Samtök atvinnulífsins undirrituðu við meginþorra stéttarfélaga innan ASÍ 17. febrúar er hafin meðal aðildarfyrirtækja SA. Á grundvelli samþykkta SA ákvað framkvæmdastjórn samtakanna að greiða skyldi atkvæði um samningana dagana 3.-7. mars. Félagsmenn Samtaka atvinnulífsins hafa fengið upplýsingar um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu SA í síma 591-0000. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið jonina@sa.is.

Rafræn atkvæðagreiðsla um nýja kjarasamninga sem Samtök atvinnulífsins undirrituðu við meginþorra stéttarfélaga innan ASÍ 17. febrúar er hafin meðal aðildarfyrirtækja SA. Á grundvelli samþykkta SA ákvað framkvæmdastjórn samtakanna að greiða skyldi atkvæði um samningana dagana 3.-7. mars. Félagsmenn Samtaka atvinnulífsins hafa fengið upplýsingar um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu SA í síma 591-0000. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið jonina@sa.is.

Kosningin gildir um kjarasamninga sem gerðir hafa verið við eftirfarandi sambönd og félög: Starfsgreinasambandið, Flóabandalagið, Verslunarmenn (VR/LÍV), Rafiðnaðarsambandið, Samiðn, Félag bókagerðarmanna (FBM), Félag vélstjóra- og málmtæknimanna (VM) og Matvís.

Sjá nánar:

Upplýsingar um kjarasamningana á vef SA

Samtök atvinnulífsins