Vinnumarkaður - 

16. janúar 2014

Atkvæðagreiðsla SA um nýja kjarasamninga 16.-21. janúar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Atkvæðagreiðsla SA um nýja kjarasamninga 16.-21. janúar

Rafræn atkvæðagreiðsla um nýja kjarasamninga sem Samtök atvinnulífsins undirrituðu við aðildarsamtök ASÍ þann 21. desember 2013 er hafin meðal félagsmanna SA. Atkvæðagreiðslan er í samræmi við samþykktir Samtaka atvinnulífsins, en í þeim segir að heildarkjarasamningar og stefnumarkandi samningar skuli bornir undir atkvæði félagsmanna í leynilegri atkvæðagreiðslu. Kosningu lýkur þriðjudaginn 21. janúar kl. 17.00.

Rafræn atkvæðagreiðsla um nýja kjarasamninga sem Samtök atvinnulífsins undirrituðu við aðildarsamtök ASÍ þann 21. desember 2013 er hafin meðal félagsmanna SA. Atkvæðagreiðslan er í samræmi við samþykktir Samtaka atvinnulífsins, en í þeim segir að heildarkjarasamningar og stefnumarkandi samningar skuli bornir undir atkvæði félagsmanna í leynilegri atkvæðagreiðslu. Kosningu lýkur þriðjudaginn 21. janúar kl. 17.00.

Félagsmenn Samtaka atvinnulífsins hafa fengið upplýsingar um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu SA í síma 591-0000. Einnig geta félagsmenn sent fyrirspurnir sa@sa.is.

Samtök atvinnulífsins