Athyglisverðar tillögur til eflingar starfsnáms o.fl.

Nefnd menntamálaráðherra um endurskoðun starfsnáms hefur nú lokið störfum og skilað tillögum um hvernig efla megi starfsnám til framtíðar. Í tillögum starfsnámsnefndar felst m.a. að hefðbundinni aðgreiningu framhaldsskólanáms í starfsnám og bóknám verður vikið til hliðar. Allt framhaldsskólanám verður því jafngilt. Þá er lagt til að skólunum verði veitt frelsi til að bjóða viðtökumiðað nám, þ.e. nám sem miðast við lokamarkmið og þarfir nemenda, kröfur næsta skólastigs og/eða atvinnulífs. Sjá nánar á vef menntamálaráðuneytis.