Efnahagsmál - 

07. Júní 2019

Áskoranir á tímum niðursveiflu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Áskoranir á tímum niðursveiflu

Hið opinbera gegnir mikilvægu hlutverki í almennri hagstjórn og er verkefnið framundan að milda niðursveifluna. Skiptir máli að viðbrögð stjórnvalda við minnkandi tekjuvexti leiði ekki til þess að efnahagslægðin verði dýpri en ella. Mikilvægt er að áherslur stjórnvalda miði að því að draga úr opinberum útgjöldum og skapa þar með rými til að lækka skatta hraðar og meira. Skattalækkanir eru til þess fallnar að styðja við bæði heimili og fyrirtæki í því erfiða umhverfi sem framundan er.

Hið opinbera gegnir mikilvægu hlutverki í almennri hagstjórn og er verkefnið framundan að milda niðursveifluna. Skiptir máli að viðbrögð stjórnvalda við minnkandi tekjuvexti leiði ekki til þess að efnahagslægðin verði dýpri en ella. Mikilvægt er að áherslur stjórnvalda miði að því að draga úr opinberum útgjöldum og skapa þar með rými til að lækka skatta hraðar og meira. Skattalækkanir eru til þess fallnar að styðja við bæði heimili og fyrirtæki í því erfiða umhverfi sem framundan er.

Endurskoðuð fjármálastefna er sú fjórða sinnar tegundar á fjórum árum. Fjármálastefnan byggir á bjartsýnum hagvaxtarforsendum og líkurnar á því að fimmta fjármálastefnan þurfi að líta dagsins ljós strax á næsta ári því talsverðar. Of lítið svigrúm er innbyggt í endurskoðaðri fjármálastefnu til að bregðast við ef forsendur bresta.

Uppfærð hagvaxtarspá Hagstofunnar sem fjármálstefnan byggir á gerir ráð fyrir hröðum viðsnúningi og að strax á næsta ári verði hagvöxtur kominn í langtíma meðaltal. Er það mikil bjartsýni einkum nú þegar óvissa ríkir um stöðu ferðaþjónustunnar og flugframboð til landsins. Áhrif þess á hagkerfið í heild munu koma í ljós á næstu misserum.

Á þessum tímamótum er mikilvægt að draga lærdóm af reynslu síðustu ára. Forgangsröðun stjórnvalda til niðurgreiðslu skulda var mikilvæg. Lágar opinberar skuldir minnka bæði áhættu og losa fjármagn samfara minnkandi vaxtakostnaði. Mikill útgjaldavöxtur undangenginna ára veitti hins vegar þenslunni ekki nægjanlegt viðnám þegar hagvöxtur var sem mestur. Tryggja hefði þurft aðhaldssamari stefnu á síðustu árum og skapa þannig rými til að sporna gegn niðursveiflunni nú. 

Umfjöllun í heild: Fjármálastefna hins opinbera: Áskoranir á tímum niðursveiflu (PDF)

Áherslur stjórnvalda ættu að vera þrenns konar á næstu árum.

Samtök atvinnulífsins