Efnahagsmál - 

08. maí 2001

ASÍ og SA funda um efnahagsástandið

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

ASÍ og SA funda um efnahagsástandið

Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins munu á næstu dögum fara yfir stöðu og þróun efnhagsmála til að meta hvort, og þá með hvaða hætti, megi treysta þann stöðugleika sem stefnt var að með kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Þetta var niðurstaða fundar fulltrúa ASÍ og SA um efnahagsástandið, sem haldinn var í gær, 7. maí.

Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins munu á næstu dögum fara yfir stöðu og þróun efnhagsmála til að meta hvort, og þá með hvaða hætti, megi treysta þann stöðugleika sem stefnt var að með kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Þetta var niðurstaða fundar fulltrúa ASÍ og SA um efnahagsástandið, sem haldinn var í gær, 7. maí.

Bæði ASÍ og SA komu að gerð kjarasamninga á árinu 2000 sem byggja á ákveðnum forsendum um stöðugleika og minnkandi verðbólgu. Á fundinum kom fram að það er sameiginlegt hagsmunamál ASÍ, SA og félagsmanna þessara samtaka að forsendur samninganna standist og markmið þeirra um stöðugleika efnahagslífsins gangi eftir.

Samtök atvinnulífsins