Efnahagsmál - 

23. apríl 2010

Ársskýrsla Samtaka atvinnulífsins 2009-2010 komin á vefinn

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ársskýrsla Samtaka atvinnulífsins 2009-2010 komin á vefinn

Ársskýrsla Samtaka atvinnulífsins 2009-2010 kom út á aðalfundi SA 21. apríl. Þar er að finna greinagott yfirlit yfir starfsemi samtakanna á liðnu starfsári. Í skýrslunni er einnig ítarleg umfjöllun um þróun efnahags- og atvinnumála undanfarið ár auk yfirlits um kjaramál og samninga. Rafrænt eintak skýrslunnar má nálgast á vef SA.

Smelltu til að sækja ársskýrslu SA

Ársskýrsla Samtaka atvinnulífsins 2009-2010 kom út á aðalfundi SA 21. apríl. Þar er að finna greinagott yfirlit yfir starfsemi samtakanna á liðnu starfsári. Í skýrslunni er einnig ítarleg umfjöllun um þróun efnahags- og atvinnumála undanfarið ár auk yfirlits um kjaramál og samninga. Rafrænt eintak skýrslunnar má nálgast á vef SA.

Í ávarpi formanns, Vilmundar Jósefssonar, segir að SA hafi á liðnu starfsári lagt höfuðáherslu á að efnahagslífinu verði komið í gang. Vilmundur rifjar upp í ávarpi sínu markmiðin með gerð stöðugleikasáttmálans síðastliðið sumar og hvernig SA var á endanum vísað frá sáttmálanum. Markmið SA var að stuðla að samstilltu og öflugu átaki í atvinnumálum, skapa skilyrði fyrir nýjum fjárfestingum, auknum umsvifum, fjölgun starfa, meiri verðmætasköpun og minna atvinnuleysi.

Því miður gengu fyrirheit aðila sem stóðu að sáttmálanum ekki eftir. Vegna aðgerða og aðgerðaleysis stjórnvalda, hægagangs í of mörgum málum og vanefnda litu SA svo á í lok mars 2010 að samtökunum hefði í raun verið vísað frá sáttmálanum. Mikil óánægja og vantrú ríkti í atvinnulífinu um raunverulega getu og vilja ríkisstjórnarinnar til að taka á málum í samræmi við ákvæði stöðugleikasáttmálans og traust á milli hennar og SA brast.

Vilmundur segir mikilvægt að fylgt verði öflugri atvinnustefnu til að kveða kreppuna í kútinn, en SA hafa sett fram sérstaka aðgerðaáætlun í þeim efnum undir yfirskriftinni Atvinna fyrir alla.

"Að mati SA er hægt að endurheimta á sjö árum þau lífskjör, velmegun og velferð sem þjóðin bjó við fyrir hrun. Meginleiðin er sú að hvetja til fjárfestinga í atvinnulífinu og tryggja aðgang að erlendu og innlendu lánsfé á viðráðanlegum kjörum.

Hagkvæmt og samkeppnishæft bankakerfi, afnám gjaldeyrishafta og lágir vextir eru lykilatriði í endurreisninni. Takist að ná þessu fram leggur það einnig grunn að því að gengi krónunnar geti styrkst, verðbólga haldist lág og að gerðir verði kjarasamningar til lengri tíma sem byggi á sameiginlegri sýn um hvert stefna skuli."

Smellið hér til að sækja eintak af ársskýrslu SA 2009-2010 (PDF)

Samtök atvinnulífsins