29. september 2022

Ársfundur atvinnulífsins í dag

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ársfundur atvinnulífsins í dag

Ársfundur atvinnulífsins fer fram í dag kl. 15:00 í Borgarleikhúsinu og í beinu streymi hér að ofan.

Ársfundur atvinnulífsins hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur, atvinnulífs og stjórnmála til að ræða brýn málefni samfélagsins og leiðir til að bæta lífskjör landsmanna.

Á síðustu metrum Lífskjarasamningsins beinum við sjónum okkar að kjarasamningum og því samhengi sem ríkir á milli reksturs fyrirtækja og svigrúms til launahækkana.

Fundurinn er snarpar 60 mínútur þar sem við stillum saman strengi í aðdraganda kjaraviðræðna. Á meðal framsögumanna eru Katrín Jakobsdóttir , forsætisráðherra og Ole Erik Almlid , framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í Noregi (NHO) sem gefur okkur innsýn í kjarasamningslíkan Norðmanna. Auk þess heyrum við í atvinnurekendum í máli og mynd.

Að fundi loknum gerum við okkur glaðan dag saman yfir ljúffengum veitingum og notalegri tónlist í forsal leikhússins.

Við hlökkum til að sjá þig!

Samtök atvinnulífsins