Fréttir - 

22. október 2019

Ársfundur atvinnulífsins 2019: Ávarp forsætisráðherra

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ársfundur atvinnulífsins 2019: Ávarp forsætisráðherra

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpaði Ársfund atvinnulífsins sem fram fór 17. október í Eldborg í Hörpu. Óskaði hún Samtökum atvinnulífsins til hamingju með tuttugu ára afmælið og ræddi um sátt í ýmsum skilningi sem var efni fundarins.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpaði Ársfund atvinnulífsins sem fram fór 17. október í Eldborg í Hörpu. Óskaði hún Samtökum atvinnulífsins til hamingju með tuttugu ára afmælið og ræddi um sátt í ýmsum skilningi sem var efni fundarins.

Í frétt forsætisráðuneytisins segir:

„Forsætisráðherra ræddi um aðdraganda lífskjarasamninganna, þau verkefni sem eru framundan við að bæta umgjörð kjarasamninga og standa við fyrirheit stjórnvalda um félagslegar umbætur, s.s. lengingu fæðingarorlofs, úrbætur á húsnæðismarkaði, aðgerðir til að sporna gegn félagslegum undirboðum og mansali og skattkerfisbreytingar. Ennfremur ræddi hún um nauðsyn þess að allir aðilar leggi sig fram um að skapa sátt á vinnumarkaði. Þá ræddi hún um mikilvægi þess að atvinnulífið taki virkan þátt í að draga úr losun kolefnis og stuðli að kolefnishlutleysi. Að lokum ræddi hún um stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði og mikilvægi þess að öll kyn sitji við borðið þegar ákvarðanir eru teknar. Sérstaklega ræddi hún um kynjahallann í æðstu stöðum í íslensku atvinnulífi og gagnrýndi einkageirann fyrir að hafa ekki tekið betur við sér á sviði jafnréttismála. Hún lauk ræðu sinni á eftirfarandi orðum:

„Hér á landi höfum við átt því láni að fagna að undanförnu að við höfum verið að taka framfaraskref, hvort sem er í samskiptum á vinnumarkaði, samstarfi um loftslagsmál eða samstarfi innan stjórnmálanna. Við eigum hins vegar mörg verk eftir óunnin. Gleymum því aldrei að sáttin byggist alltaf á því að við veitum öllum jöfn tækifæri, tryggjum félagslegt réttlæti samhliða blómlegu efnahagslífi og að við göngum ekki á umhverfisleg gæði heldur tryggjum jafnvægi í sambúð manns og náttúru.“

Sjá nánar:

Ræða Katrínar Jakobsdóttir, forsætisráðherra í heild

Samtök atvinnulífsins