Fréttir - 

16. Apríl 2015

Ársfundur atvinnulífsins 2015 er í dag

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ársfundur atvinnulífsins 2015 er í dag

Ársfundur atvinnulífsins 2015 fer fram í Hörpu í dag, fimmtudaginn 16. apríl kl. 14-16. Gerum betur er yfirskrift fundarins en þar verður bent á leiðir til að gera Ísland að betri stað til að búa á, starfa og reka fyrirtæki. Ávörp flytja Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar.

Ársfundur atvinnulífsins 2015 fer fram í Hörpu í dag, fimmtudaginn 16. apríl kl. 14-16. Gerum betur er yfirskrift fundarins en þar verður bent á leiðir til að gera Ísland að betri stað til að búa á, starfa og reka fyrirtæki. Ávörp flytja Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar.

Þá munu stíga á stokk Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, Oddur Steinarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Hulda Sigríður Hreggviðsdóttir, sem stýrir rannsóknum og þróun hjá Zymetech og Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins og formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 

Fundarstjóri er Þóranna Jónsdóttir, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík.

Ársfundurinn er öllum opinn en um 500 manns úr atvinnulífi og stjórnvöldum hafa boðað komu sína til fundarins. Þeir sem vilja bætast í hópinn geta skráð sig hér að neðan.

sem fyrst með því að skrá sig hér að neðan. Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins árið 2015 verður haldinn fyrr um daginn í Húsi atvinnulífsins.

SKRÁNING

Umsóknarferli er lokið.

undefined

Samtök atvinnulífsins