Menntamál - 

24. september 2008

Árlegur símenntunardagur í fyrirtækjum í dag

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Árlegur símenntunardagur í fyrirtækjum í dag

Miðvikudagurinn 24. september er árlegur símenntunardagur í fyrirtækjum og stofnunum. Fyrirtæki eru hvött til að tileinka þann dag fræðslumálum, t.d. með því kynna starfsmönnum fræðslustefnu fyrirtækisins, bjóða upp á námskeið eða fá kynningar frá fræðsluaðilum, stéttarfélögum eða styrktarsjóðum.

Miðvikudagurinn 24. september er árlegur símenntunardagur í fyrirtækjum og stofnunum. Fyrirtæki eru hvött til að tileinka þann dag fræðslumálum, t.d. með því kynna starfsmönnum fræðslustefnu fyrirtækisins, bjóða upp á námskeið eða fá kynningar frá fræðsluaðilum, stéttarfélögum eða styrktarsjóðum.

Mímir símenntun býður í tilefni dagsins stjórnendum, starfsmannastjórum, millistjórnendum, fræðslustjórum, trúnaðarmönnum og öðrum sem koma að fræðslumálum í fyrirtækjum upp á heimsókn ráðgjafa. Heimsóknirnar eru án allra skuldbindinga og markmiðið með þeim er að upplýsa um samstarfsfleti, námsframboð, fjármögnun og framkvæmd á námi fyrir starfsmenn viðkomandi fyrirtækis. Áhersla verður lögð á að skoða möguleika á námi fyrir starfsmenn með stutta formlega skólagöngu að baki. Gert er ráð fyrir að hver heimsókn standi í 30 til 60 mínútur.

Upplýsingar og pantanir hjá Sigríði Dísu Gunnarsdóttur: sigridurdisa@mimir.is

Samtök atvinnulífsins