Fréttir - 

08. janúar 2016

Árið 2016 gæti orðið mjög gott

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Árið 2016 gæti orðið mjög gott

Allar forsendur eru fyrir því að árið 2016 geti orðið farsælt ár fyrir Íslendinga en fjölmörg viðvörunarljós hafa kviknað sem stjórnvöld, atvinnulíf og verkalýðshreyfing verða að taka mark á. Samtök atvinnulífsins rýndu í helstu verkefni ársins með fjölmiðlum fimmtudaginn 7. janúar en gögn frá fundinum eru aðgengileg á vef SA.

Allar forsendur eru fyrir því að árið 2016 geti orðið farsælt ár fyrir Íslendinga en fjölmörg viðvörunarljós hafa kviknað sem stjórnvöld, atvinnulíf og verkalýðshreyfing verða að taka mark á. Samtök atvinnulífsins rýndu í helstu verkefni ársins með fjölmiðlum fimmtudaginn 7. janúar en gögn frá fundinum eru aðgengileg á vef SA.

Mikill vöxtur
Árið 2016 mun einkennast af kröftugum vexti á nær öllum sviðum atvinnulífsins. Kaupmáttur er meiri en nokkru sinni, bjartsýni neytenda hefur aukist og einkaneysla eykst hratt. Þetta stafar af mikilli aukningu útflutningstekna, sér í lagi vegna kraftmikillar ferðaþjónustu. Verðbólga hefur haldist lág vegna hagstæðra ytri skilyrða og styrkingar krónu en miklar launahækkanir eru farnar að segja til sín. Halda verður vel á málum í hagstjórninni til að koma í veg fyrir of mikla þenslu.

Mikilvæg verkefni
Helstu áherslur nýhafins árs verða næstu skref við losun hafta, endurskoðun peningastefnunnar og umbætur á vinnumarkaði. Auk þess mun reyna mjög á aðhald ríkisfjármála.

Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður SA og Björgólfur Jóhannsson, formaður SA.Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður og Björgólfur Jóhannsson, formaður SA.

Íslendingar standa frammi fyrir miklum áskorunum til lengri tíma litið. Þjóðin eldist mjög hratt sem mun auka mjög kostnað í heilbrigðiskerfinu, við umönnun aldraðra og útgjöld almannatrygginga. Ætla má að útgjöld ríkissjóðs muni aukast um 40 til 60 milljarða króna á ári vegna þessa.

Þá er komið að skuldadögum í lífeyrisskuldbindingum ríkissjóðs og vaxtabyrði ríkisins er enn mjög þung. Halda verður vel á ríkisfjármálum á komandi árum svo ekki þurfi að hækka skatta enn frekar. Nýta verður næsta áratug vel til að lækka skuldabyrði ríkissjóðs og greiða niður lífeyrisskuldbindingar.

Risavaxnar áskoranir
Miklar áskoranir eru framundan á íslenskum vinnumarkaði vegna öldrunar þjóðarinnar og mikillar örorkubyrði. Til að viðhalda góðum hagvexti til framtíðar þarf að fá mikinn fjölda erlends starfsfólks til landsins og auka framleiðni verulega í efnahagslífinu.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs SA.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs SA.

Taka verður á vaxandi örorkubyrði af ábyrgð og festu. Þá verður að mæta hækkandi lífaldri með hækkun eftirlaunaaldurs og einnig horfa til umbóta í menntakerfinu. Stytting námstíma gæti í senn hjálpað Íslendingum við að mæta hækkandi aldri þjóðarinnar en jafnframt stuðlað að minna brottfalli og minna nýgengi örorku. Umbætur í menntakerfinu gætu reynst arðbærasta tækifæri þjóðarinnar til að auka velferð og bæta lífskjör til langs tíma.

Glærukynningu Þorsteins Víglundssonar framkvæmdastjóra SA frá fundinum má nálgast hér að neðan ásamt ítarefni efnahagssviðs SA og tenglum á umfjöllun fjölmiðla.

Árið 2016 – kynning Þorsteins Víglundssonar (PDF)

Ítarefni efnahagssviðs SA:

Árið 2016. Efnahagslegstaðaog málin sem verðaí brennidepli (PDF)

Árið 2016. Áskoranir til lengri og skemmri tíma (PDF)

Árið 2016: Hvert skal haldið"http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTV9658B381-1058-419C-B73A-DCD705047962">Stöð 2: Íslendingar þurfa á erlendu starfsfólki að halda

Vísir: SA leggja til að skólagangan verði frá fimm til átján ára aldurs

RÚV - Sjónvarp: Mótvægisaðgerðir stjórnvalda nauðsynlegar vegna kjarasamninga

Reykjavík síðsdegis: Skólaganga verðir frá 5-18 ára

Spegillinn: Um breytingar á skólaskyldu - hefst á mínútu 24:00

Vísir: Fjölga þarf innflytjendum

Mbl.is: Stóraukin útgjöld vegna öldrunar

RÚV: Ísland að breytast í innflytjendaþjóð

RÚV: Örorka ungs fólks áhyggjuefni

Reykjavík síðdegis: Góðir tímar framundan ef ...

Samtök atvinnulífsins