Efnahagsmál - 

31. október 2001

Ánægja með skattafrumvarp

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ánægja með skattafrumvarp

Tæp 45% fyrirtækja telja að fyrirhugaðar breytingar á skattaumhverfinu muni hafa jákvæð áhrif á afkomu sína, en um 20% telja áhrifin verða neikvæð. Almennust mælist ánægjan meðal fjármálafyrirtækja og í iðnaði.


Tæp 45% fyrirtækja telja að fyrirhugaðar breytingar á skattaumhverfinu muni hafa jákvæð áhrif á afkomu sína, en um 20% telja áhrifin verða neikvæð. Almennust mælist ánægjan meðal fjármálafyrirtækja og í iðnaði.

Nokkuð almenn ánægja ríkir meðal fyrirtækja með boðaðar breytingar á skattaumhverfinu. Fyrirspurnir voru sendar til um 1100 fyrirtækja í Samtökum atvinnulífsins og svöruðu 417, eða tæp 40%. Af þeim töldu tæp 45% að breytingarnar myndu hafa góð áhrif á afkomuna, 20% að þær hefðu slæm áhrif á afkomuna og önnur 20% að þær hefðu engin áhrif.  Fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu líst betur á breytingarnar en fyrirtækjum á landsbyggðinni. Í öllum atvinnugreinum vænta menn fremur góðs en ills af skattabreytingunum, en almennust er ánægjan hjá fjármálafyrirtækjum (SFF) og í iðnaði (SI).

Samtök atvinnulífsins