Efnahagsmál - 

23. júní 2006

Ánægður með niðurstöðuna

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ánægður með niðurstöðuna

Ingimundur Sigurpálsson, formaður SA, segist í samtali við Morgunblaðið vera ánægður með samkomulag SA og ASÍ. Þannig hefði verið óþægileg tilhugsun að horfa til þess að kjarasamningar yrðu hugsanlega lausir um áramót samhliða vaxandi verðbólgu og því til viðbótar aðdraganda alþingiskosninga. „Sem betur fer lendum við ekki í þeirri stöðu og höfum náð núna með þessari undirskrift að tryggja kjarasamninga til loka árs 2007 eins og upphaflega var stefnt að. Það er sérstakt fagnaðarefni að mínu mati.“ Ingimundur segir samskipti aðila beggja vegna borðsins hafa verið einstaklega góð og það hafi verið forsenda þess að niðurstaða hafi fengist á svo skömmum tíma. „Ég óska þess að gjörningurinn megi verða umbjóðendum beggja aðila og þjóðinni allri til hagsbóta,“ segir Ingimundur.

Ingimundur Sigurpálsson, formaður SA, segist í samtali við Morgunblaðið vera ánægður með samkomulag SA og ASÍ. Þannig hefði verið óþægileg tilhugsun að horfa til þess að kjarasamningar yrðu hugsanlega lausir um áramót samhliða vaxandi verðbólgu og því til viðbótar aðdraganda alþingiskosninga. „Sem betur fer lendum við ekki í þeirri stöðu og höfum náð núna með þessari undirskrift að tryggja kjarasamninga til loka árs 2007 eins og upphaflega var stefnt að. Það er sérstakt fagnaðarefni að mínu mati.“ Ingimundur segir samskipti aðila beggja vegna borðsins hafa verið einstaklega góð og það hafi verið forsenda þess að niðurstaða hafi fengist á svo skömmum tíma. „Ég óska þess að gjörningurinn megi verða umbjóðendum beggja aðila og þjóðinni allri til hagsbóta,“ segir Ingimundur.

Samtök atvinnulífsins