Efnahagsmál - 

16. desember 2008

Ályktun stjórnar SA um stöðu efnahagsmála

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ályktun stjórnar SA um stöðu efnahagsmála

Á fundi stjórnar Samtaka atvinnulífsins í dag var ítrekuð hvatning til stjórnvalda um að lækka vexti, m.a. í ljósi þess að vextir lækka hvarvetna í löndum heims og vaxtamunur gagnvart útlöndum eykst. Vandséð er hvaða markmiðum hinum háu vöxtum er ætlað að ná við ríkjandi aðstæður takmarkana á fjármagnsviðskiptum við útlönd. Stjórnin hvetur ríkisstjórnina og Seðlabankann til þess að afnema nýsettar reglur um gjaldeyrishömlur. Þá hvetur stjórn SA Alþingi til þess að gæta ráðdeildar í ákvörðunum sínum um fjárlög næsta árs og draga eins mikið úr fyrirsjáanlegum fjárlagahalla og frekast er unnt við núverandi aðstæður.

Á fundi stjórnar Samtaka atvinnulífsins í dag var ítrekuð hvatning til stjórnvalda um að lækka vexti, m.a. í ljósi þess að vextir lækka hvarvetna í löndum heims og vaxtamunur gagnvart útlöndum eykst. Vandséð er hvaða markmiðum hinum háu vöxtum er ætlað að ná við ríkjandi aðstæður takmarkana á fjármagnsviðskiptum við útlönd. Stjórnin hvetur ríkisstjórnina og Seðlabankann til þess að afnema nýsettar reglur um gjaldeyrishömlur. Þá hvetur stjórn SA Alþingi til þess að gæta ráðdeildar í ákvörðunum sínum um fjárlög næsta árs og draga eins mikið úr fyrirsjáanlegum fjárlagahalla og frekast er unnt við núverandi aðstæður.

Samtök atvinnulífsins