Ályktun ASÍ tilefnislaus

Framkvæmdastjóri Brims hf. var í fullum rétti að tjá starfsfólki fyrirtækisins skoðanir sínar á afleiðingum þess, ef stefna stjórnarandstöðuflokkanna í sjávarútvegsmálum næði fram að ganga og ályktun ASÍ var því tilefnislaus. Þetta kemur fram í lögfræðiáliti Sigurðar Líndal, fyrrverandi lagaprófessors. Sjá nánar á heimasíðu LÍÚ.