Efnahagsmál - 

30. september 2013

Ályktun aðalfundar Samtaka fiskvinnslustöðva (4)

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ályktun aðalfundar Samtaka fiskvinnslustöðva (4)

Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva sem fram fór fimmtudaginn 26. september skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að hefja nú þegar vinnu við endurskoðun laga um stjórn fiskveiða með beinni aðkomu fulltrúa sjávarútvegsins. Í ályktun aðalfundarins segir að fyrir liggi það mikilvæga verkefni að útfæra tillögur sáttanefndar sem lagðar voru fram í september 2010, en þær feli í sér að gerðir verði langtímasamningar við sjávarútvegsfyrirtæki um nýtingu aflaheimilda og að áfram skuli byggt á aflamarki við stjórn fiskveiða.

Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva sem fram fór fimmtudaginn 26. september skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra  að hefja nú þegar vinnu við endurskoðun laga um stjórn fiskveiða með beinni aðkomu fulltrúa sjávarútvegsins. Í ályktun aðalfundarins segir að fyrir liggi það mikilvæga verkefni að útfæra tillögur sáttanefndar sem lagðar voru fram í september 2010, en þær feli í sér að gerðir verði langtímasamningar við sjávarútvegsfyrirtæki um  nýtingu aflaheimilda og að áfram skuli byggt á aflamarki við stjórn fiskveiða.

Í ályktuninni segir enn fremur:

"Það skiptir gríðarlegu máli fyrir sjávarútveginn  að tryggja stöðugleika í lagaumhverfi atvinnugreinarinnar til langs tíma og um leið langtíma-hagsmuni í rekstri fyrirtækjanna. 

Aðalfundur SF  ítrekar mótmæli sín við margföldun veiðigjalda sem komið hafa fram með fullum þunga í rekstri fyrirtækjanna á árinu 2013. Þá mótmælir fundurinn sérstaklega þeirri aðferð við gjaldtökuna að nota áætlaða heildarframlegð í fiskvinnslu til að  hækka álagningargrunn veiðigjalda.

Til þess að hægt verði að ráðast í aðkallandi fjárfestingar  í veiðum og vinnslu þarf að vera tryggt að óhófleg skattheimta ríkisvaldsins dragi ekki allt frumkvæði og kraft  úr atvinnugreininni. Hagkvæmur rekstur og hófleg veiðigjöld er taki að mestu mið af rekstri fyrirtækjanna eru forsendur þess að fyrirtækin geti staðið undir nauðsynlegum fjárfestingum í sjávarútvegi til framtíðar.

    

Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva ítrekar mikilvægi þess að gjaldeyrishöftin verði afnumin. Fundurinn skorar á  stjórnvöld og Seðlabanka Íslands að standa við þá yfirlýstu stefnu að höftin   verði  afnumin og ríkisstjórnin leggi fram tímasetta áætlun sem miði að því að gjaldeyrishöftin verði meira og minna afnumin fyrir árslok 2014.

Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva lýsir fullum stuðningi við þá stefnu núverandi ríkisstjórnar að gera hlé á aðildarviðræðum við Evrópu-sambandið og að þeim verði ekki haldið áfram án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu.  Aðalfundir SF hafa áður í ályktun sínum ítrekað andstöðu sína við aðild Íslands að Evrópusambandinu."

Sjá nánar á vef SF

Samtök atvinnulífsins