Samkeppnishæfni - 

19. febrúar 2008

Ályktun aðalfundar Samorku

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ályktun aðalfundar Samorku

Skoða þarf leiðir til einföldunar á flóknu laga- og regluumhverfi orku- og veitufyrirtækja, en dæmi eru um að sama framkvæmdin hafi verið oftar en tuttugu sinnum til umfjöllunar hjá sömu umsagnaraðilum. Umræðan um orku- og veitumál einblínir um of á eignarhaldið, efling flutningskerfis raforku er brýnna verkefni en margfalt dýrari framkvæmdir við færslu á loftlínum í jörð, dráttur á greiðslum ríkissjóðs vegna nýrra hitaveitna stefnir að óbreyttu í um150 milljónir króna á árinu og afar mikilvægt er að íslenskar endurnýjanlegar orkulindir njóti áfram sömu viðurkenningar og þær fengu við gerð Kyoto-bókunarinnar við loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ályktun aðalfundar Samorku.

Skoða þarf leiðir til einföldunar á flóknu laga- og regluumhverfi orku- og veitufyrirtækja, en dæmi eru um að sama framkvæmdin hafi verið oftar en tuttugu sinnum til umfjöllunar hjá sömu umsagnaraðilum. Umræðan um orku- og veitumál einblínir um of á eignarhaldið, efling flutningskerfis raforku er brýnna verkefni en margfalt dýrari framkvæmdir við færslu á loftlínum í jörð, dráttur á greiðslum ríkissjóðs vegna nýrra hitaveitna stefnir að óbreyttu í um150 milljónir króna á árinu og afar mikilvægt er að íslenskar endurnýjanlegar orkulindir njóti áfram sömu viðurkenningar og þær fengu við gerð Kyoto-bókunarinnar við loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ályktun aðalfundar Samorku.

Aðalfundur samtakanna fór fram þann 15. febrúar.

Ályktunina í heild má lesa á vef Samorku

Samtök atvinnulífsins