Efnahagsmál - 

30. mars 2009

Ályktun aðalfundar SAF 2009

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ályktun aðalfundar SAF 2009

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar fór fram 27. mars. Í ályktun stjórnar samtakanna segir m.a.: "Umgjörðin sem ferðaþjónustunni er sköpuð, líkt og öðru atvinnulífi í landinu, er ekki ásættanleg. Breytingar sem gerðar voru á yfirstjórn Seðlabanka Íslands í síðastliðnum mánuði hafa ekki haft áhrif á peningastefnu bankans eða aðgerðir. Stýrivextir í landinu eru alltof háir og þýðir ekki endalaust að horfa í baksýnisspegilinn við ákvörðun þeirra, hér verða menn að hafa kjark til að líta fram á veginn og lækka stýrivexti verulega."

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar fór fram 27. mars. Í ályktun stjórnar samtakanna segir m.a.: "Umgjörðin sem ferðaþjónustunni er sköpuð, líkt og öðru atvinnulífi í landinu, er ekki ásættanleg. Breytingar sem gerðar voru á yfirstjórn Seðlabanka Íslands í síðastliðnum mánuði hafa ekki haft áhrif á peningastefnu bankans eða aðgerðir. Stýrivextir í landinu eru alltof háir og þýðir ekki endalaust að horfa í baksýnisspegilinn við ákvörðun þeirra, hér verða menn að hafa kjark til að líta fram á veginn og lækka stýrivexti verulega."

Í ályktuninni segir ennfremur:

"Uppbygging bankakerfisins tekur alltof langan tíma og þjónusta við fyrirtæki er óviðunandi. Sveiflur í rekstri þýða að á ákveðnum tímum ársins verða fyrirtæki í ferðaþjónustu að geta treyst á fyrirgreiðslu í bönkum, sérstaklega eins og nú árar.  Aðal tekjumyndun flestra fyrirtækja er framundan og því nauðsynlegt að tryggja að eðlilegur rekstur geti gengið þessar vikurnar þannig að hámörkun tekna þeirra á næstu mánuðum verði að veruleika.

Breytingar þarf að gera á þeim gjaldeyrishöftum sem sett hafa verið á. Með markvissum aðgerðum þarf að setja niður áætlun um að í þrepum sé hægt að aflétta þessum höftum sem fyrst þar sem þau bæði íþyngja rekstri margra fyrirtækja og skapa um leið grundvöll fyrir tvöfaldan markað með gjaldeyri.

Ferðaþjónustan er ein þriggja meginstoða í gjaldeyrissköpun þjóðarinnar og mun íslenskt efnahagslíf treysta í síauknum mæli á hana í framtíðinni. Hún mun ekki standa undir þeim væntingum nema búa við rekstrarumhverfi sem er samkeppnishæft við það sem helstu nágrannalönd okkar búa við. Samkeppnishæfir vextir, öflug þjónusta fjármálastofnanna og afnám gjaldeyrishafta eru nauðsynlegir þættir í því umhverfi."

Sjá nánar:

Umfjöllun um fundinn á vef SAF

Ný stjórn SAF 

Samtök atvinnulífsins