Alþingi ljúki Icesave-málinu sem fyrst

Samtök atvinnulífsins fagna því  að breiður meirihluti hefur myndast á Alþingi um samþykkt Icesave-samkomulagsins frá því í desember síðastliðnum. Samtök atvinnulífsins telja hagsmunum atvinnulífsins og alls samfélagsins best borgið með því að ljúka málinu á þeim forsendum sem nú liggja fyrir. Samtökin hvetja Alþingi til þess að ljúka málinu sem fyrst því að fjölmörg önnur mikilvæg og brýn viðfangsefni bíða úrlausnar.