Efnahagsmál - 

29. apríl 2008

Allt of mikil verðbólga

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Allt of mikil verðbólga

"Þetta er allt of mikil verðbólga," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við Morgunblaðið í dag. "Menn gældu við að þetta yrði ekki svona mikið," bætir hann við. Ljóst sé að gengislækkun krónunnar hafi komið mjög sterkt fram. "Ég hafði ekki reiknað með því að þetta gerðist svona fljótt og svona mikið," segir hann. Vilhjálmur segist binda vonir við að þar sem verðbólgan hafi aukist svo hratt sem raun ber vitni, detti hún líka fyrr niður og stöðugleiki komist á verð að nýju. "Lækki gengið ekki meira er búið að stilla verðlagið af miðað við hvernig gengi krónunnar er nú," segir hann.

"Þetta er allt of mikil verðbólga," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við Morgunblaðið í dag. "Menn gældu við að þetta yrði ekki svona mikið," bætir hann við. Ljóst sé að gengislækkun krónunnar hafi komið mjög sterkt fram. "Ég hafði ekki reiknað með því að þetta gerðist svona fljótt og svona mikið," segir hann. Vilhjálmur segist binda vonir við að þar sem verðbólgan hafi aukist svo hratt sem raun ber vitni, detti hún líka fyrr niður og stöðugleiki komist á verð að nýju. "Lækki gengið ekki meira er búið að stilla verðlagið af miðað við hvernig gengi krónunnar er nú," segir hann.

Vilhjálmur segir í samtali við Morgunblaðið að við gerð kjarasamninga SA og ASÍ í febrúar hafi ekki verið gert ráð fyrir svo mikilli verðbólgu. Hann kveðst ekki vilja leggja mat á hve miklu muni þarna fyrr en að árinu loknu. Hann segir að fulltrúar SA fundi reglulega með ASÍ um kjaramálin. "Við erum alltaf að funda. Þessi þróun er verulegt áhyggjuefni." Vilhjálmur segir að spyrja þurfi hvort hægt hefði verið að gera betur en gert var í kjarasamningunum í vetur, sé litið fram hjá aukinni verðbólgu. Hann bendir á að þeir sem eru lægst launaðir hafi fengið ríflega launahækkun. Aðrir hópar hafi hins vegar engar hækkanir fengið út úr samningunum. "Um helmingur viðsemjendanna fékk ekki launahækkanir."

Vilhjálmur bendir á að lífskjör allrar þjóðarinnar versni þegar gengið falli. "Þetta er áfall fyrir fyrirtækin líka," segir hann. Mörg fyrirtæki eigi útistandandi kröfur í krónum og taki á sig hærri lán og kostnað. Fyrirtæki geti gripið til þess að hækka verð, líkt og gerst hefur. Í óstöðugleika eins og nú ríki sé þó erfitt að ná árangri í rekstri fyrirtækja. "Viðskiptalegar ákvarðanir sem eru byggðar á tilteknum forsendum verða rangar þegar forsendurnar breytast."

Nú verði að vonast eftir því "að það sjái fyrir endann á þeirri fjármálakreppu sem gengur yfir heiminn. Við vonumst sérstaklega til þess að íslensk fyrirtæki fari að fá aðgang að erlendu lánsfé ".

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu 29. apríl.

Samtök atvinnulífsins