Efnahagsmál - 

07. Júlí 2010

Allir vinna: Hvatningarátak um atvinnuskapandi framkvæmdir

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Allir vinna: Hvatningarátak um atvinnuskapandi framkvæmdir

Sameiginlegt hvatningarátak stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands hófst í dag undir yfirskriftinni Allir vinna. Átakinu eru ætlað að efla innlenda atvinnustarfsemi, framleiðslu, verslun og þjónustu. Landsmenn eru hvattir til að nýta sér hagstæðar aðstæður til að ráðast í framkvæmdir og leggja þar með sitt af mörkum til að skapa atvinnu.

Sameiginlegt hvatningarátak stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands hófst í dag undir yfirskriftinni Allir vinna. Átakinu eru ætlað að efla innlenda atvinnustarfsemi, framleiðslu, verslun og þjónustu. Landsmenn eru hvattir  til að nýta sér hagstæðar aðstæður til að ráðast í framkvæmdir og leggja þar með sitt af mörkum til að skapa atvinnu.

Endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna vinnu við eigið íbúðarhúsnæði eða sumarhús hefur verið hækkuð úr 60% í 100%. Þá geta einstaklingar sem fjárfesta í viðhaldi á eigin húsnæði fengið allt að 200 þúsund króna skattafrádrátt en hjón eða samskattaðir allt að 300 þúsund króna skattafrádrátt.

Átakið var kynnt í nýbyggingu við Lækjartorg

Átakinu var hleypt af stokkunum í nýbyggingu á horni Lækjargötu og Austurstrætis í morgun. Vilmundur Jósefsson, formaður SA, sagði átakið fagnaðarefni og það væri í samræmi við Atvinnu fyrir alla - aðgerðaáætlun SA sem kynnt var fyrr á árinu.

Rætt var við Vilhjálm Egilsson, framkvæmdastjóra SA, um átakið og atvinnumálin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Smellið hér til að hlusta á viðtalið við Vilhjálm.

Allt uppi á borðum

Aðstandendur átaksins hvetja fólk til þess að nýta sér tímabundna endurgreiðslu virðisaukaskatts og skattaívilnanir til að ráðast nú í framkvæmdir og nýta sér fagmenn við þau verk. Höfuðáhersla er lögð á að öll viðskipti almennings og fagmanna séu uppi á borðum en með því að útrýma svartri vinnu mætti auka skatttekjur ríkisins og þar með fjárveitingar til almannaþjónustu um 40 milljarða króna á ári skv. mati Samtaka iðnaðarins.

Átakið felur meðal annars í sér persónulega ráðgjöf fagmanna um handbragð við viðhaldsframkvæmdir undir leiðsögn byggingadeildar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Hagstæð framkvæmdalán

Leitað hefur verið til fjármálastofnana um að taka þátt í átakinu og bjóða sérstök framkvæmdalán til almennings á hagstæðum kjörum í tengslum við átakið. Þá mun Byggðastofnun bjóða fyrirtækjum á landsbyggðinni óverðtryggð lán til viðhaldsverkefna. Þau verða til 12 ára á 7% nafnvöxtum, óverðtryggt. Einnig verða vikuleg tilboð á vörum og þjónustu íslenskra fyrirtækja í tengslum við átakið.

Þátttaka fyrirtækja - viltu vera með?
Upplýsingar um átakið á www.allirvinna.isÁtakið verður kynnt rækilega í auglýsingaherferð á næstu dögum og vikum en auk þess verður útbúið margvíslegt kynningarefni. 

Allt efni sem tengist átakinu er að finna á kynningarvef átaksins www.allirvinna.is .

Félagsmenn SA eru eindregið hvattir til að taka þátt þannig að sem mestur slagkraftur náist.

Vantar þig fagmann"http://www.sart.is/finna-thjonustuadila/">Hér getur þú leitað að fagmönnum í SART - Samtökum rafverktaka

Hér finnur þú yfirlit yfir meistarafélög innan Samtaka iðnaðarins

Að átakinu standa:

Alþýðusamband Íslands og aðildarfélög, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og stjórnvöld.

Samtök atvinnulífsins